Hagkvæmt kvótakerfi og nýliðun Svanur Guðmundsson skrifar 22. janúar 2021 17:01 Sókn í fiskistofna var breytt hér á landi seint á síðustu öld og útgerðarmönnum bannað að veiða meira en stofnar þoldu og urðu því að draga verulega úr sókn. Engum var gefið eitt né neitt, þvert á móti voru settar takmarkanir á veiðarnar og útgerðinni gert að veiða miklu minna en áður. Þessar breytingar voru nauðsynlegar því með of miklum veiðum vorum við Íslendingar að ganga nærri fiskistofnum okkar og stefndi í eyðileggingu helsta lífsviðurværis þjóðarinnar. Fyrstu hugmyndir fræðimanna um hagkvæma stýringu fiskistofna komu fram hjá H. Scott Gordon 1954[1], útfært af M.B Schefer og R.H. Beverton 1963[2]. Í framhaldinu fóru Íslendingar að notast við aðferðafræði byggða á þeirra fræðum, fyrst með sóknarstýringu síðan aflamarki og nú vinnum við undir kerfi framseljanlegra kvóta (ITQ). Á þessum árum, frá 1983, gekk útgerðin og þorpin úti á landi í gegnum miklar og oft sársaukafullar breytingar sem ekki hafa farið fram hjá nokkrum manni. Þegar íslensk stjórnvöld settu á veiðitakmarkanir þá var útgerðin í miklum rekstrarvanda sem versnaði mikið við samdráttinn og mörg byggðalög lentu í miklum hremmingum. Nú er öldin önnur og helst þráttað um hvernig almenningur geti fengið hlut af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Myndin sýnir framlegð (EBITDA) af útgerð frá 1980 til 2018 og þorskafla sama tímabils. (3) Einstaka menn vilja bera saman olíuiðnað, sem rekinn er af alþjóðlegum samsteypum og með ævintýralegan hagnað, við fjölskyldufyrirtæki í þorpi úti á landi. Notendagjöld eru innheimt í löndum þar sem alþjóðlegar samsteypur eru að nýta auðlindirnar viðkomandi lands. Fyrirtæki hér á landi greiða auðlindagjald af nýtingu fiskistofna eins og þau væru aðkomufyrirtæki eða alþjóðasamsteypa. Það sem tekið er út úr sjávarútvegi er tekið frá fyrirtækjum sem eru í flestum tilvikum úti á landsbyggðinni og fer í almennan ríkisrekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kvótakerfið er ekki á kostnað eins né neins þvert á móti er verið að stuðla að framtíðarnýtingu fiskistofna fyrir komandi kynslóðir. Hagkvæmast er fyrir Íslendinga að stærð fiskistofns sé stór og með sem mestri nýliðun. Þegar mestur munur er á milli tekna og gjalda við veiðar ákveðins fiskistofns þá næst besta nýting viðkomandi stofns[4]. Þá er jafnframt öryggi um framtíðarafrakstur fiskistofna mestur sem tryggir framtíðarhagnað af sameign þjóðarinnar. Því er það svo að þegar sjávarútvegsfyrirtæki veiða vel og hagnast er það vitnisburður um sterka og sjálfbæra stofna. Góð leið til þess að fá nýliðun í sjávarútveginn er að almenningur geti fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum með skráningu á markaði. Fyrirtækin þyrftu að hafa hvata til að skrá sig á markað og að almenningur fái þar með tækifæri til fjárfestinga í sjávarútvegsfyrirtækjum. Með almennri þátttöku almennings fær fólk möguleika á að hagnast með sjávarútvegsfyrirtækjum sem og sjóðir í eigu almennings. Þannig myndi afrakstur auðlindarinnar dreifast á fleiri hendur og nýjar hugmyndir með nýjum fjárfestum koma inn í rekstur fyrirtækjanna. Fyrirtækjum sem eru skráð á markaði mætti umbuna með stærri hlutdeild í kvóta eða að gefinn væri afsláttur af auðlindagjaldi hjá þeim fyrirtækjum sem væru með dreifða eignaraðild. Umræðan um kvótakerfið okkar hefur verið sérkennileg á köflum og oftar en ekki byggt á staðlausum alhæfingum. Við lestur rannsókna erlendra greiningaraðila sést allt önnur mynd en birtist hér á landi. Þar telja fræðimenn að framseljanlegar veiðiheimildir og takmörkun á aðgangi sameiginlegra auðlinda sé skilyrði þess að hægt sé að ná árangri í sjálfbærni og hagkvæmni við veiðar, eins og á við hér á landi[5]. Við erum að gera hlutina rétt hér á landi sem sést vel með breytingunni sem orðið hefur á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi og umfjöllun fræðimanna. Alltaf má gera betur og vonandi ber okkur gæfa til að sjá hvað vel er gert og bæta það sem hægt er að bæta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. [1] H.S. Gordon 1954, Theory of a Common-Property Resource:The Fishery [2] M.B Schefer og R.H. Beverton 1963, Fishing dynamics:Their analysis and interpretation. [3] Jónas Gestur Jónasson, erindi flutt á sjávarútvegsdegi Deloitte 2019 [4] Á. Einarsson og Á.D. Óladóttir 2021, Fisheries and Aquaculture:The food Security of the future. [5] D. Standal, F.Asche 2018, Hesitant reforms: The Norwegian approach towards ITQ’s Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sókn í fiskistofna var breytt hér á landi seint á síðustu öld og útgerðarmönnum bannað að veiða meira en stofnar þoldu og urðu því að draga verulega úr sókn. Engum var gefið eitt né neitt, þvert á móti voru settar takmarkanir á veiðarnar og útgerðinni gert að veiða miklu minna en áður. Þessar breytingar voru nauðsynlegar því með of miklum veiðum vorum við Íslendingar að ganga nærri fiskistofnum okkar og stefndi í eyðileggingu helsta lífsviðurværis þjóðarinnar. Fyrstu hugmyndir fræðimanna um hagkvæma stýringu fiskistofna komu fram hjá H. Scott Gordon 1954[1], útfært af M.B Schefer og R.H. Beverton 1963[2]. Í framhaldinu fóru Íslendingar að notast við aðferðafræði byggða á þeirra fræðum, fyrst með sóknarstýringu síðan aflamarki og nú vinnum við undir kerfi framseljanlegra kvóta (ITQ). Á þessum árum, frá 1983, gekk útgerðin og þorpin úti á landi í gegnum miklar og oft sársaukafullar breytingar sem ekki hafa farið fram hjá nokkrum manni. Þegar íslensk stjórnvöld settu á veiðitakmarkanir þá var útgerðin í miklum rekstrarvanda sem versnaði mikið við samdráttinn og mörg byggðalög lentu í miklum hremmingum. Nú er öldin önnur og helst þráttað um hvernig almenningur geti fengið hlut af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Myndin sýnir framlegð (EBITDA) af útgerð frá 1980 til 2018 og þorskafla sama tímabils. (3) Einstaka menn vilja bera saman olíuiðnað, sem rekinn er af alþjóðlegum samsteypum og með ævintýralegan hagnað, við fjölskyldufyrirtæki í þorpi úti á landi. Notendagjöld eru innheimt í löndum þar sem alþjóðlegar samsteypur eru að nýta auðlindirnar viðkomandi lands. Fyrirtæki hér á landi greiða auðlindagjald af nýtingu fiskistofna eins og þau væru aðkomufyrirtæki eða alþjóðasamsteypa. Það sem tekið er út úr sjávarútvegi er tekið frá fyrirtækjum sem eru í flestum tilvikum úti á landsbyggðinni og fer í almennan ríkisrekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kvótakerfið er ekki á kostnað eins né neins þvert á móti er verið að stuðla að framtíðarnýtingu fiskistofna fyrir komandi kynslóðir. Hagkvæmast er fyrir Íslendinga að stærð fiskistofns sé stór og með sem mestri nýliðun. Þegar mestur munur er á milli tekna og gjalda við veiðar ákveðins fiskistofns þá næst besta nýting viðkomandi stofns[4]. Þá er jafnframt öryggi um framtíðarafrakstur fiskistofna mestur sem tryggir framtíðarhagnað af sameign þjóðarinnar. Því er það svo að þegar sjávarútvegsfyrirtæki veiða vel og hagnast er það vitnisburður um sterka og sjálfbæra stofna. Góð leið til þess að fá nýliðun í sjávarútveginn er að almenningur geti fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum með skráningu á markaði. Fyrirtækin þyrftu að hafa hvata til að skrá sig á markað og að almenningur fái þar með tækifæri til fjárfestinga í sjávarútvegsfyrirtækjum. Með almennri þátttöku almennings fær fólk möguleika á að hagnast með sjávarútvegsfyrirtækjum sem og sjóðir í eigu almennings. Þannig myndi afrakstur auðlindarinnar dreifast á fleiri hendur og nýjar hugmyndir með nýjum fjárfestum koma inn í rekstur fyrirtækjanna. Fyrirtækjum sem eru skráð á markaði mætti umbuna með stærri hlutdeild í kvóta eða að gefinn væri afsláttur af auðlindagjaldi hjá þeim fyrirtækjum sem væru með dreifða eignaraðild. Umræðan um kvótakerfið okkar hefur verið sérkennileg á köflum og oftar en ekki byggt á staðlausum alhæfingum. Við lestur rannsókna erlendra greiningaraðila sést allt önnur mynd en birtist hér á landi. Þar telja fræðimenn að framseljanlegar veiðiheimildir og takmörkun á aðgangi sameiginlegra auðlinda sé skilyrði þess að hægt sé að ná árangri í sjálfbærni og hagkvæmni við veiðar, eins og á við hér á landi[5]. Við erum að gera hlutina rétt hér á landi sem sést vel með breytingunni sem orðið hefur á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi og umfjöllun fræðimanna. Alltaf má gera betur og vonandi ber okkur gæfa til að sjá hvað vel er gert og bæta það sem hægt er að bæta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. [1] H.S. Gordon 1954, Theory of a Common-Property Resource:The Fishery [2] M.B Schefer og R.H. Beverton 1963, Fishing dynamics:Their analysis and interpretation. [3] Jónas Gestur Jónasson, erindi flutt á sjávarútvegsdegi Deloitte 2019 [4] Á. Einarsson og Á.D. Óladóttir 2021, Fisheries and Aquaculture:The food Security of the future. [5] D. Standal, F.Asche 2018, Hesitant reforms: The Norwegian approach towards ITQ’s
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar