Sjö leikmenn eftir í leikmannahópi Liverpool síðan liðið tapaði síðast deildarleik á Anfield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2021 08:00 Klopp var ekki beint sáttur í leikslok er Liverpool tapaði 0-1 gegn Burnley í vikunni. Peter Powell/Getty Images Tapleikur Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn var fyrsti tapleikur Englandsmeistaranna á Anfield – heimavelli sínum – frá því liðið tapaði 2-1 gegn Crystal Palace þann 23. apríl 2017. Alls lék liðið 69 leiki án taps á Anfield. Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Segja má að Jürgen Klopp – þjálfari Liverpool – hafi tekið til hendinni frá því hann kom fyrst til Liverpool en hann tók við liðinu 8. október 2015. Hann hafði breytt liðinu töluvert þegar það loks mætti Palace í apríl 2017 og hefur Klopp haldið því áfram frá tapinu óvænta. Christian Benteke skoraði tvívegis fyrir Palace. Sam Allardyce var þjálfari Palace þá en hann þjálfar í dag West Bromwich Albion. Philippe Coutinho skoraði mark Liverpool en hann leikur í dag með Barcelona á Spáni. 1 - This was Liverpool s first defeat in 69 Premier League games at Anfield (W55 D13) since losing 1-2 to Crystal Palace in April 2017. It was the second-longest unbeaten home run in English top-flight history, after Chelsea s 86 games ending in October 2008. Smash. pic.twitter.com/aym7hcTcpF— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Ásamt Coutinho í byrjunarliðinu voru þeir Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Joël Matip, Dejan Lovren, James Milner, Emre Can, Lucas Leiva, Georginio Wijnaldum, Roberto Firmino og Divock Origi. Alls eru fimm af 11 leikmönnum enn í herbúðum Liverpool. Það eru þeir Matip, Milner, Wijnaldum, Firmino og Origi. Á varamannabekk Liverpool voru þeir Loris Karius, Joe Gomez, Marko Grujić, Alberto Moreno, Rhian Brewster, Ben Woodburn og Trent Alexander-Arnold. Af þessum sjö leikmönnum eru aðeins tveir leikmenn enn í leikmannahóp Liverpool. Það eru þeir Gomez – sem er á meiðslalistanum – og Alexander-Arnold. Tæknilega séð er Ben Woodburn enn á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Blackpool í dag. Byrjunarlið Liverpool í óvæntu 0-1 tapi liðsins gegn Burnley á fimmtudaginn var eftirfarandi: Alisson, Trent, Matip, Fabinho, Andrew Robertson, Xerdan Shaqiri, Wijnaldum, Alex Oxlade-Chamberlain, Origi og Sadio Mané. Varamannabekkur liðsins í leiknum taldi níu leikmenn að þessu sinni. Þeir Firmino og Milner voru í byrjunarliðinu gegn Palace en Klopp ákvað að geyma þá á bekknum gegn Burnley þremur árum síðar ásamt Caoimhin Kelleher, Mo Salah, Curtis Jones, Takumi Minamino, Konstantinos Tsimikas, Nathaniel Phillips og Neco Williams. Stóra spurningin er hversu margir verða eftir í leikmannahóp Liverpool þegar liðið tapar næst heimaleik í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira