Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:44 Töf hefur orðið á framleiðslu bóluefnis AstraZeneca sem vonir standa til að fái markaðsleyfi í Evrópu á næstu dögum. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Sænska Aftonbladet greinir frá þessu og vitnar í umfjöllun þýskra fjölmiðla sem byggja á heimildum innan úr innsta hring þýskra stjórnvalda. „Þetta er algjörlega rangt,“ segir Christina Mamberg Hägerstrand, fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca. Nokkrir þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni ekki samþykkja bóluefni fyrirtækisins til nota við bólusetningu þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Vitnað er til heimildamanna sem standa nærri þýsku ríkisstjórninni. Að því er þýski miðillinn Bild greinir frá, veitir bóluefni fyrirtækisins aðeins tíu prósent vörn gegn veirunni í tilfelli þeirra sem eldri eru. Þá hefur blaðið Handelsblatt eftir heimildarmönnum að vörnin fari allt niður í átta prósent. Í umfjöllun beggja miðla segir að á þessum forsendum muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mögulega ekki samþykkja notkun bóluefnisins fyrir 65 ára og eldri. Í tölvupósti til Aftonbladet segir fjölmiðlafulltrúi AstraZeneca þetta ekki vera rétt. „Upplýsingar um að virkni bóluefnis AstraZeneca/Oxford sé svo lítil sem 8% í tilfelli fullorðinna yfir 65 ára eru algjörlega rangar,“ segir í bréfinu. Þá er vísað til rannsókna sem gerðar hafi verið á bóluefninu sem fjallað hafi verið um í fræðiritinu Lancet sem sýni fram á mikla virkni bóluefnisins, þar sem eldra fólk hafi í hundrað prósent tilvika myndað mótefni gegn sjúkdómnum eftir að hafa fengið síðari skammt bólusetningar. Fyrirtækið sætir þegar miklum þrýstingi af hálfu Evrópusambandsins vegna tafa sem orðið hafa við framleiðslu efnisins. Þess er vænst að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi í Evrópu við lok þessarar viku. Steinar Madsen, framkvæmdastjóri lækninga hjá norsku lyfjastofnuninni vildi ekki tjá sig um efni umfjöllunar þýsku miðlanna þegar norska blaðið VG leitaði viðbragða hans. „Ég held að við ættum að halda ró okkar,“ sagði Madsen við VG og benti á að í vikunni ætti eftir að fjalla um bóluefni AstraZeneca, meðal annars á vettvangi Lyfjastofnunar Evrópu og í vísindasiðanefnd, þar sem fjallað verði um öll álitaefni sem kynnu að koma upp er varða bóluefnið, virkni þess og aukaverkanir.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent