Myndband um Ísland í brennidepli á síðu CrossFit samtakanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:01 Gleðin ræður ríkjum hjá okkar bestu CrossFit konum. Hér eru tvær af þeim á góðri stundu eða þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Instagram CrossFit samtökin vöktu athygli á undraverðum árangri litla Íslands í CrossFit íþróttinni með því að rifja upp skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum CrossFit samtakanna. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum