Hugrekki og framtíðarsýn Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 27. janúar 2021 11:01 Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Bensín og olía Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt. Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að í árslok 2035 verði alfarið hætt að nota jarðefnaeldsneyti á Íslandi. Hugrekki þarf til þess að ákveða slíka dagsetningu, en án tímaramma og skýrra markmiða er nær öruggt að menn freistist til að halda áfram að brenna jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi losun, lengur en jörðin þolir. Við vitum að við erum komin að vendipunkti í loftslagsmálum og að við þurfum að snúa við blaðinu á allra næstu árum. Það er auðvelt að finna til vanmáttar í loftslagsbaráttunni, sérstaklega þegar aðgerðir hins opinbera til þess að draga úr losun eru ekki í takti við fréttir og rannsóknir sem berast almenningi um þá grafalvarlegu stöðu sem við erum í. Tími hugrakkra, metnaðarfullra og róttækra aðgerða er runninn upp. Landvernd fagnar nýlega uppfærðum markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun. Metnaðarfull markmið varðandi samdrátt eru nauðsynleg – en aðgerðirnar þurfa að vera jafn metnaðarfullar og framtíðarsýnin skýr. Í Orkustefnu sem gerð var nýlega er talið að Ísland geti verið laust við bensín og dísil árið 2050. Að mati Landverndar er 2050 ekki nægilega metnaðarfullt markmið og án nokkurs vafa hægt að gera betur. Ef þetta gengi eftir fengi Ísland ekki sama samkeppnisforskot í loftslagslausnum og yrði heldur ekki fyrirmynd annarra ríkja með það að markmiði að verða laust við jarðefnaeldsneyti. Þegar kemur að orkuframleiðslu er Ísland með algera sérstöðu því framleiðsla rafmagns með endurnýjanlegri orku á hvern íbúa er sú mesta í heimi! Þessa sérstöðu eigum við að nýta og sýna heiminum að hægt er að lifa góðu lífi án jarðefnaeldsneytis. Fyrir okkur Íslendinga fylgir því aðeins ávinningur að losa landið við jarðefnaeldsneyti. Við losnum við mengun af völdum slíks bruna, betra orkuöryggi þar sem við verðum ekki háð innfluttri orku og spörum gjaldeyrir. Höfundur er varaformaður Landverndar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar