Hreppsómagar samtímans Oddný Björg Daníelsdóttir skrifar 28. janúar 2021 17:30 Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki verið heima hjá mér í 46 daga. Ég hef búið á hættusvæði C í rúm sjö ár. Húsið hefur verið á hættusvæði C í næstum tuttugu ár. Samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að sjá til þess að íbúðarhús séu varin, flutt eða keypt upp séu þau á hættusvæði C. Það ferli er ekki enn farið í gang. Í rúm sjö ár hef ég haft fasta búsetu á Seyðisfirði. Við vorum ástfangin og vildum kaupa okkur íbúð. Þegar tækifærið gafst að kaupa hæð í húsi á Seyðisfirði stukkum við á það og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Við vorum fullmeðvituð um að húsið væri á hættusvæði C vegna ofanflóða (bæði snjó- og aurflóða) en það skipti okkur litlu máli. Við treystum á náttúruna og ofanflóðavaktina. Þótt að aurskriða hefði farið í gegnum húsið 1989 treystum við að almannavarnakerfið myndi grípa okkur og eins treystum við okkur sjálf að lesa í náttúruna. Traustið á ofanflóðavaktina hefur komið í ljós að var falskt öryggi, en lækurinn hliðin á húsinu stendur sína vakt og varar okkur við. Þannig höfum við, að eigin frumkvæði, yfirgefið heimili okkar fjórum sinnum á sjö árum. Ekkert yfirvald hefur beðið okkur, né skipað, að rýma húsið. Einu sinni fórum við í þrjár nætur milli jóla og nýárs þegar lækurinn hvarf skyndilega og við sáum spýju koma niður hann. Þannig var það einmitt þann 15. desember. Rennslið í læknum óx hratt og við fórum. Húsið var ekki rýmt fyrr en stóra skriðan féll þann 18. desember og tók með sér næstum öll húsin í nágrenninu. En okkar hús stendur enn, undir stórum fleka sem einhverja hluta vegna fór ekki niður með stóru skriðunni. En einn daginn kemur flekinn niður. Flestir Seyðfirðingar hafa fengið að snúa aftur í húsin sín. Margir hafa gert það með trega í von um að traustið til fjallsins og öryggið innan veggja heimilisins komi aftur. Og að þær varnir sem nú er verið að reisa dugi. Og að rigningin hætti vera ógnandi. Sumir sem mega snúa aftur heim hafa þó ekki farið heim. Og munu jafnvel aldrei treysta sér til þess. Við erum nokkur sem sjáum ekki fram á að fá nokkurn tímann að snúa aftur á heimili okkar. Okkur hús eru enn í rýmingu. Við erum í biðstöðu og getum ekkert gert. Við óttumst að næsti regndropi komi flekanum á skrið og húsin okkar hverfa. Biðtíminn er ótímabundinn. Á meðan við bíðum er talað um okkur í þriðju persónu á ýmsum stofnunum; sveitarstjórn, verkfræðistofum, Ofanflóðasjóði, Veðurstofunni, Alþingi, Almannavörum ríkisins og út í bæ. Og ef við biðjum um svör þá er okkur bara sagt að bíða. Bíða lengur. Og svo lengur. Og það versta er að þegar þessari bið lýkur tekur við önnur bið. Biðin eftir að fundið er úr okkar málum. Biðin eftir að opinberar stofnanir stígi sín litlu og fjölmörgu skref til að ljúka málinu. Og hvað sem þessi mörgu litlu skref verða tekin hratt þá verður biðin löng. Og á biðtímanum stendur erum við hreppsómagar á ábyrgð sveitarfélagsins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun