Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 19:59 Albertína hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan 2017. Vísir/vilhelm Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins. „Það hafa verið mikil forréttindi að sitja á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hef ég verið að velta fyrir mér framhaldinu,“ skrifar Albertína í Facebook-færslu í kvöld. „Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni.“ Albertína segir að sér hafi þótt ómetanlegt að vera fulltrúi norðausturkjördæmis á þingi. Raunveruleikinn sé samt sá að starfið krefjist mikils af fólki. Þá sé það ekki sérstaklega fjölskylduvænt, auk þess sem hún hafi saknað þess að geta ekki verið meira á Akureyri. Kæru vinir, það hafa verið mikil forre ttindi að sitja a þingi fyrir Samfylkinguna i Norðausturkjo rdæmi þetta...Posted by Albertína Friðbjörg Elíasdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Hún hafi því, eftir mikla umhugsun, ákveðið að gefa ekki kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar sem eru nú í haust. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“ Albertína er fædd árið 1980 og hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi síðan 2017. Alþingi Ástin og lífið Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Það hafa verið mikil forréttindi að sitja á þingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi þetta kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið. Síðustu vikur og mánuði hef ég verið að velta fyrir mér framhaldinu,“ skrifar Albertína í Facebook-færslu í kvöld. „Ég hafði hug á að halda áfram en nú er ég í þeirri stöðu að líf mitt og okkar hjónanna mun breytast verulega í vor en við eigum von á okkar fyrsta barni.“ Albertína segir að sér hafi þótt ómetanlegt að vera fulltrúi norðausturkjördæmis á þingi. Raunveruleikinn sé samt sá að starfið krefjist mikils af fólki. Þá sé það ekki sérstaklega fjölskylduvænt, auk þess sem hún hafi saknað þess að geta ekki verið meira á Akureyri. Kæru vinir, það hafa verið mikil forre ttindi að sitja a þingi fyrir Samfylkinguna i Norðausturkjo rdæmi þetta...Posted by Albertína Friðbjörg Elíasdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Hún hafi því, eftir mikla umhugsun, ákveðið að gefa ekki kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu Alþingiskosningar sem eru nú í haust. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun en ég held hún sé sú eina rétta fyrir mig og fjölskylduna á þessum tíma. Ég óska auðvitað félögum mínum í Samfylkingunni alls hins besta og mun áfram leggja mitt að mörkum til að Samfylkingin nái góðum árangri í kosningunum í haust, enda trúi ég því að jafnaðarstefnan sé lykillinn að þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“ Albertína er fædd árið 1980 og hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi síðan 2017.
Alþingi Ástin og lífið Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira