Katrín Tanja skrifar um það góða og það slæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir mætir með bros og jákvæðni þangað sem hún kemur en það þýðir ekki að hún þurfi ekki stundum að hafa fyrir því að deila jákvæðri orku. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir vaknar ekki alltaf ofurhress eins og sumir halda. Hún fer líka öfugu megin úr rúminu eins og við hin. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrirmynd mjög margra þegar kemur að andlegum styrk og það að vinna úr mótlæti sem hún gerir betur en flestir íþróttamenn. Þetta hefur hún sannað margoft og nú síðast í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit þar sem hún vann silfur. Katrín Tanja viðurkennir það samt í nýjasta pistli sínum að dagarnir séu miserfiðir fyrir hana og þá getur verið krefjandi að halda uppi jákvæðu hugarfari. Hún leggur samt um leið áherslu á það að erfiðu dagarnir kenni henni samt oft mest. Nýjasti pistill Katrínar Tönju á Instagram fær fyrirsögnina „Gott eða slæmt“. „Ég hef tilhneigingu til að stimpla hluti góða eða slæma. Ég er fljót að dæma ef ég tel að æfingin mín hafi verið góð eða ekki. Ég vakna glöð og tilbúin í góðan dag eða ég vakna kvíðin og er að velta því fyrir mér allan daginn,“ skrifaði Katrín Tanja. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Ég er hörð við sjálfa mig að passa upp á það að koma með góða orku þangað sem ég er að fara og verð mjög pirruð út í mig sjálfa ef mér finnst ég ekki hafa náð því,“ skrifaði Katrín. „En hlutirnir eru bara eins og þeir eru. Það er bara undir hverjum og einum að meta það hvort þeir séu góðir eða slæmir. Í stað þess að reyna að þvinga eitthvað fram sem þú vilt að gerist hvernig væri bara að upplifa stundina nákvæmlega eins og hún er,“ skrifaði Katrín Tanja. „Við vitum aldrei fyrr en síðar hvernig viðkomandi stund var. Sumar af mínum verstu stundum hafa skilað mér á mína upphaldsstaði. Stundum kenna erfiðar æfingarnar mér mest og sá lærdómur hefur nýst mér vel þegar ég virkilega þurft á því að halda. Erfiðustu mánuðirnir mínir þvinguðu mig til að kafa djúpt í mér sjálfri og takast á við mesta mótlætið en skiluðu því að ég varð betri, sannari og friðsælli útgáfa af sjálfri mér,“ skrifaði Katrín. „Hlutirnir líta kannski ekki vel út á þeirri stundu en þetta er kannski einmitt reynslan sem þú þarft á að halda. Ég er að vinna með það að vera vitur eftir á í núinu. Ég ætla að upplifa hverja stund eins og hún er og taka lærdóminn með mér þangað sem ég fer næst,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti