Kerfi um kerfi frá kerfi til kerfis. En ekki til barna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 29. janúar 2021 13:00 Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Réttindi barna Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra barni. Bið sem er löng. Allt of löng Á meðan beðið er horfa foreldrar upp á barnið sitt halda áfram að strögla, dragast aftur úr vegna þess að það fær ekki nauðsynlegan stuðning til að þroska málvitundina, tal eða framburð. Að geta tjáð sig og skilið tungumálið sitt er dýrmætur lykill. Lykill barns til að taka þátt í samskiptum, gera sig skiljanlegt, auka leikni og færni í námi og skilja umhverfið sitt betur í dag en í gær. Biðin þykir ósanngjörn en allir sýna þolinmæði og tala sig inn á að þakka fyrir að fá yfirleitt þjónustu. Allir eru að gera sitt besta. Kennarinn er að gera sitt besta, foreldrar eru að gera sitt besta og barnið er að gera sitt besta með sína talerfiðleika, málþroskaröskun eða hvað annað sem amar að og þarfnast stuðnings við. Allt í þeirri góðu trú að það geti einfaldlega enginn gert betur en að bíða, því vesalings kerfið er að gera sitt allra besta en hefur bara því miður ekki undan. Ógnin við kerfið Í þessum sömu fréttum kemur síðan í ljós að talmeinafræðingar eru á sama tíma að reyna að fá aumingjans kerfið til þess að skilja stöðuna og treysta þeim sem sérfræðingum fyrir því að sinna þessari dýrmætu þjónustu án þess að ríkið stýri för og ráðski með starfsvettvang þeirra. Innan kerfisins er talmeinafræðingnum ekki treystandi fyrir starfinu sínu, öðruvísi en undir svokölluðum verndarvæng þess. Verndarvæng kerfis sem óar við öllu sem lítur að sjálfstæði sérfræðinga sem kunna sitt fag. Sérfræðinga sem brenna fyrir það eitt að hjálpa börnum og nýta þekkingu sína til að styðja við og koma fleirum á beinu brautina en hið heilaga kerfi treystir sér til. Kerfið eyðir tíma og orku í að verja sjálft sig og sitt lamaða umhverfi, gegn ógninni af talmeinafræðingum sem voga sér að velja frelsið til að starfa sjálfstætt af nákvæmlega sömu fagmennskunni, í stað þess að standa með frekari fjárfestingu í þágu velsældar barna. Afturhaldið er algjört og farið að skaða út frá sér með þeim hætti að málþroski þúsunda barna er í húfi. Allt í þágu kerfisins. Kerfisins vegna. Á sama tíma fer fram þrotlaus vinna kennara og foreldra við að halda í horfið svo barnið hljóti ekki varanlegan skaða af. Þrotlaus vinna foreldra sem trúa því af hjartans einlægni að aumingjans kerfið geti bara ekki gert betur. En leyfa sér að blóta því í laumi um leið og þeir eiga vera þakklátir fyrir biðlistann. Höfundur er bæjarfulltrú Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar