Sakar bæjaryfirvöld í Kópavogi um sjálftöku, spillingu og leyndarhyggju Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2021 12:54 Ármann Kr. Ólafsson er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi þar sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur eru í meirihlutasamstarfi. Sigurbjörg Erla Pírati telur það í meira lagi óeðlilegt hvernig auglýsingastyrkjum frá bænum til flokkanna er hagað. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogsbæjar, segir Sjálfstæðisflokkinn dæla auglýsingafé í málgagn sitt í bænum langt umfram heimildir. „Nú er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið langhæsta auglýsingastyrkinn á tímabilinu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka hlotið umtalsverðar upphæðir greiddar umfram téð viðmið, en fyrir alþingiskosningarnar 2016 og 2017 keypti Kópavogsbær viðbótarauglýsingar í Voga, tímarit Sjálfstæðismanna,“ segir Sigurbjörg Erla í harðorðum pistli á Facebook. Sigurbjörg Erla segir Kópavogsbæ kaupa reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún hafi komist að því fyrir tilviljun og spurðist þá fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórnmálaflokka af þessum toga? Hún fékk þau svör að viðmið um auglýsingar til stjórnmálaflokka hafi verið ákveðin á fundi kjörinna fulltrúa árið 2011 og miðað hafi verið við 150.000 krónur á ári. Sjálftaka, spillingarmenning og leyndarhyggja í Kópavogi Kópavogsbær kaupir reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 „Þessi samþykkt er þó hvergi skráð í opinberum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæjarstjórn eftir að þetta var samþykkt hafa ekki verið upplýstir um styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla. Sjálfstæðisflokkurinn tekur til sín hæstu styrkina Hún grennslaðist í kjölfarið fyrir um upphæðir þessara styrkja síðustu tvö kjörtímabil. Píratinn telur einsýnt að Kópavogsbær, sem heldur utan um skipulag kosninga og eigi að vera með öllu hlutlaus aðili, hafi þannig greitt fyrir kosningaauglýsingu í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sama flokks og heldur utan um stjórnartaumana, sem er til þess að fallið að hvetja þennan hóp til kosningaþátttöku. Enga stoð sé að finna fyrir því í samþykktum, engar þessara greiðslna hafa komið fyrir bæjarráð og þær finnast hvergi í opnu bókhaldi bæjarins. Upplýsingarnar sem Sigurbjörg Erla fékk um styrki til flokkanna til auglýsingastarfsemi. „Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að fela styrkveitingar til stjórnmálaflokka og gefa ákveðnum flokkum forskot að hærri styrkjum en öðrum. Fyrirkomulagið er ógagnsætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokkum. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokkurinn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla sem telur að réttast væri að leggja þessa auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka af hið snarasta, samhliða því að rannsaka þær greiðslur sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur fengið úr bæjarsjóði undanfarin ár. Málinu frestar þar til á næsta fundi Sigurbjörg Erla tók málið upp á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær og lagði fram fyrirspurn. Umræður urðu en málinu var frestað til næsta fundar. Fram kom tillaga um að samþykkja reglur í samræmi við það sem ákveðið var 2011 en Sigurbjörg Erla lagði til að við styrkirnir yrðu aflagðir. Yfirlýst markmið þeirra er að „styðja við lýðræðislega umræðu“ en Sigurbjörg getur ómögulega séð að þeim markmiðum hafi verið náð, fyrst og fremst er það Sjálfstæðisflokkurinn sem þetta nýtir enda eini flokkurinn sem gefur út sérstakt málgagn. Sigurbjörg lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: „Óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur á sama tímabili frá Kópavogsbæ til Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi og annarra stjórnmálaflokka, eða til annarra aðila vegna vöru eða þjónustu fyrir stjórnmálaflokka. Óska jafnframt eftir upplýsingum um hvers vegna þessar greiðslur koma ekki fram í opna bókhaldi Kópavogsbæjar.“ Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
„Nú er komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið langhæsta auglýsingastyrkinn á tímabilinu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka hlotið umtalsverðar upphæðir greiddar umfram téð viðmið, en fyrir alþingiskosningarnar 2016 og 2017 keypti Kópavogsbær viðbótarauglýsingar í Voga, tímarit Sjálfstæðismanna,“ segir Sigurbjörg Erla í harðorðum pistli á Facebook. Sigurbjörg Erla segir Kópavogsbæ kaupa reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún hafi komist að því fyrir tilviljun og spurðist þá fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórnmálaflokka af þessum toga? Hún fékk þau svör að viðmið um auglýsingar til stjórnmálaflokka hafi verið ákveðin á fundi kjörinna fulltrúa árið 2011 og miðað hafi verið við 150.000 krónur á ári. Sjálftaka, spillingarmenning og leyndarhyggja í Kópavogi Kópavogsbær kaupir reglulega auglýsingar í Vogum, tímariti...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 „Þessi samþykkt er þó hvergi skráð í opinberum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæjarstjórn eftir að þetta var samþykkt hafa ekki verið upplýstir um styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla. Sjálfstæðisflokkurinn tekur til sín hæstu styrkina Hún grennslaðist í kjölfarið fyrir um upphæðir þessara styrkja síðustu tvö kjörtímabil. Píratinn telur einsýnt að Kópavogsbær, sem heldur utan um skipulag kosninga og eigi að vera með öllu hlutlaus aðili, hafi þannig greitt fyrir kosningaauglýsingu í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sama flokks og heldur utan um stjórnartaumana, sem er til þess að fallið að hvetja þennan hóp til kosningaþátttöku. Enga stoð sé að finna fyrir því í samþykktum, engar þessara greiðslna hafa komið fyrir bæjarráð og þær finnast hvergi í opnu bókhaldi bæjarins. Upplýsingarnar sem Sigurbjörg Erla fékk um styrki til flokkanna til auglýsingastarfsemi. „Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að fela styrkveitingar til stjórnmálaflokka og gefa ákveðnum flokkum forskot að hærri styrkjum en öðrum. Fyrirkomulagið er ógagnsætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokkum. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokkurinn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrkina,“ segir Sigurbjörg Erla sem telur að réttast væri að leggja þessa auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka af hið snarasta, samhliða því að rannsaka þær greiðslur sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur fengið úr bæjarsjóði undanfarin ár. Málinu frestar þar til á næsta fundi Sigurbjörg Erla tók málið upp á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær og lagði fram fyrirspurn. Umræður urðu en málinu var frestað til næsta fundar. Fram kom tillaga um að samþykkja reglur í samræmi við það sem ákveðið var 2011 en Sigurbjörg Erla lagði til að við styrkirnir yrðu aflagðir. Yfirlýst markmið þeirra er að „styðja við lýðræðislega umræðu“ en Sigurbjörg getur ómögulega séð að þeim markmiðum hafi verið náð, fyrst og fremst er það Sjálfstæðisflokkurinn sem þetta nýtir enda eini flokkurinn sem gefur út sérstakt málgagn. Sigurbjörg lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum: „Óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur á sama tímabili frá Kópavogsbæ til Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi og annarra stjórnmálaflokka, eða til annarra aðila vegna vöru eða þjónustu fyrir stjórnmálaflokka. Óska jafnframt eftir upplýsingum um hvers vegna þessar greiðslur koma ekki fram í opna bókhaldi Kópavogsbæjar.“
Kópavogur Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira