Skerðingalaust ár Drífa Snædal skrifar 29. janúar 2021 16:39 Víða um heim er farið að reyna verulega á þanþol almennings eftir frelsisskerðingar og afkomuóöryggi sem faraldurinn hefur í för með sér. Þetta birtist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdáunarverða stillingu. Aukinn ójöfnuður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gamalreynd uppskrift að óánægju, óþoli og jafnvel óeirðum. Nú berast af því fréttir að ríkustu fyrirtæki og menn í heimi hafi hagnast verulega síðasta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vandræðum með að mæta kostnaði við bólusetningar. Ójöfnuður eykst hratt og milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt. Framtíðin er óviss. Þetta er hinn fullkomni jarðvegur fyrir andlýðræðisleg öfl sem stíga gjarnan inn í upplausnarástand. Lítum okkur nær: Ísland hefur komið vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði og takmarkanir á athöfnum daglegs lífs hafa því ekki verið jafn harkalegar hér og víða annars staðar. Þetta má þakka öflugu, opinberu heilbrigðiskerfi sem inniber nægilega sérfræðiþekkingu til að geta veitt stjórnmálunum leiðsögn til að takast á við faraldurinn. Stjórnmálin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leiðsögninni, fremur en að reyna að keyra heimsfaraldurinn í pólitískan átakafarveg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tekist að tryggja afkomu fólks og það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af spillingu og auknum ójöfnuði. Það verður ekki sagt nógu oft að grundvöllur friðar og lýðræðis er að tryggja afkomu. Það má enginn vera undanskilinn; launafólk, atvinnuleitendur, öryrkjar, aldraðir. Allir eiga að búa við afkomuöryggi í sanngjörnu samfélagi. Misréttið var til staðar fyrir kófið. Fólk hefur löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar. Þetta er ósanngjarnt og býr til meiri erfiðleika en þurfa að vera. Vísbendingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna. Nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerðingar á ferðafrelsi og samkomum falla smám saman niður er við hæfi að líta til hinna frelsisskerðinganna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mannsæmandi afkomu. Árið 2022 gæti orðið skerðingarlaust ár, svona svipað og skattlausa árið á níunda áratugnum. Þá hefði fólk tækifæri til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tímabundið úr spennitreyjunni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sanngjarnara velferðarkerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomuöryggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum saman, föllumst í faðma og gerum allt sem heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Víða um heim er farið að reyna verulega á þanþol almennings eftir frelsisskerðingar og afkomuóöryggi sem faraldurinn hefur í för með sér. Þetta birtist í óeirðum og óþoli víða þótt flestir sýni aðdáunarverða stillingu. Aukinn ójöfnuður og ótti um eigin afkomu er hins vegar gamalreynd uppskrift að óánægju, óþoli og jafnvel óeirðum. Nú berast af því fréttir að ríkustu fyrirtæki og menn í heimi hafi hagnast verulega síðasta árið á sama tíma og fátækt eykst og mörg ríki eru í vandræðum með að mæta kostnaði við bólusetningar. Ójöfnuður eykst hratt og milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt. Framtíðin er óviss. Þetta er hinn fullkomni jarðvegur fyrir andlýðræðisleg öfl sem stíga gjarnan inn í upplausnarástand. Lítum okkur nær: Ísland hefur komið vel út úr faraldrinum í alþjóðlegum samanburði og takmarkanir á athöfnum daglegs lífs hafa því ekki verið jafn harkalegar hér og víða annars staðar. Þetta má þakka öflugu, opinberu heilbrigðiskerfi sem inniber nægilega sérfræðiþekkingu til að geta veitt stjórnmálunum leiðsögn til að takast á við faraldurinn. Stjórnmálin eiga líka sitt, það er að hafa tekið leiðsögninni, fremur en að reyna að keyra heimsfaraldurinn í pólitískan átakafarveg. Hér á landi hefur hins vegar ekki tekist að tryggja afkomu fólks og það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af spillingu og auknum ójöfnuði. Það verður ekki sagt nógu oft að grundvöllur friðar og lýðræðis er að tryggja afkomu. Það má enginn vera undanskilinn; launafólk, atvinnuleitendur, öryrkjar, aldraðir. Allir eiga að búa við afkomuöryggi í sanngjörnu samfélagi. Misréttið var til staðar fyrir kófið. Fólk hefur löngum verið sett í spennitreyju víxlverkandi skerðinga í velferðarkerfinu og oft og tíðum gert ómögulegt að bæta líf sitt án þess að eiga á hættu að missa framfærslu til framtíðar. Þetta er ósanngjarnt og býr til meiri erfiðleika en þurfa að vera. Vísbendingar eru um að kófið muni heldur auka á ójöfnuð og koma verst við þá sem höllum fæti standa en vænka hag hinna. Nú þegar við horfum fram á tíma þar sem skerðingar á ferðafrelsi og samkomum falla smám saman niður er við hæfi að líta til hinna frelsisskerðinganna sem stórir hópar fólks hafa þurft að búa við á Íslandi vegna skorts á mannsæmandi afkomu. Árið 2022 gæti orðið skerðingarlaust ár, svona svipað og skattlausa árið á níunda áratugnum. Þá hefði fólk tækifæri til að bæta líf sitt, vinna eftir getu og losna tímabundið úr spennitreyjunni. Það gefur okkur líka færi á að byggja sanngjarnara velferðarkerfi fyrir alla og taka stórt skref í átt að auknu afkomuöryggi. Það væri við hæfi að gera þetta um leið og við komum saman, föllumst í faðma og gerum allt sem heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun