Lögreglumaðurinn sem lést í árásinni verður lagður til hinstu hvílu í þinghúsinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 13:09 Brian Sicknick, lögreglumaður sem lést í árásinni á bandaríska þinghúsið, verður lagður til hinstu hvílu í þinghúsinu. Vísir/Getty Brian Sicknick, lögreglumaðurinn sem lést í árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar, verður lagður til hinstu hvílu í bandaríska þinghúsinu. Það er talinn mikill virðingarvottur að vera borinn til grafar í þinghúsinu, en meðal þeirra sem þar liggja eru Abraham Lincoln fyrrverandi forseti og Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari. Sicknick var 42 ára gamall þegar hann lést en hann særðist í átökum við árásarmennina þann 6. janúar. Hann lést daginn eftir árásina. Hann var einn fimm einstaklinga sem létust í árásinni. „Bandaríkjaþing er sameinað í sorginni og þakklæti vegna starfa og fórna Brians Sicknick,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta öldungadeildarinnar. „Hetjudáð Sicknicks og lögreglu þingsins á meðan á ofbeldisfullri árás á þinghús okkar stóð bjargaði lífum, varði helgistað lýðræðis okkar og tryggði að þingið gat uppfyllt stjórnarskrárbundna skyldu sína,“ sögðu þau. „Fórn hans minnir okkur á hverjum degi á skyldu okkar gagnvart landinu og þjóðinni.“ Sicknick verður færður í þinghúsið við hátíðlega athöfn 2. febrúar. Lögreglu þingsins og þingmönnum verður boðið að votta honum virðingu sína. Enn er óljóst hvað það var sem orsakaði dauða Sicknicks. Samkvæmt þinglögreglunni særðist Sicknick við árásina og greint var frá því í New York Times að Sicknick hafi verið barinn með slökkvitæki í árásinni. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Það er talinn mikill virðingarvottur að vera borinn til grafar í þinghúsinu, en meðal þeirra sem þar liggja eru Abraham Lincoln fyrrverandi forseti og Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari. Sicknick var 42 ára gamall þegar hann lést en hann særðist í átökum við árásarmennina þann 6. janúar. Hann lést daginn eftir árásina. Hann var einn fimm einstaklinga sem létust í árásinni. „Bandaríkjaþing er sameinað í sorginni og þakklæti vegna starfa og fórna Brians Sicknick,“ sögðu Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta öldungadeildarinnar. „Hetjudáð Sicknicks og lögreglu þingsins á meðan á ofbeldisfullri árás á þinghús okkar stóð bjargaði lífum, varði helgistað lýðræðis okkar og tryggði að þingið gat uppfyllt stjórnarskrárbundna skyldu sína,“ sögðu þau. „Fórn hans minnir okkur á hverjum degi á skyldu okkar gagnvart landinu og þjóðinni.“ Sicknick verður færður í þinghúsið við hátíðlega athöfn 2. febrúar. Lögreglu þingsins og þingmönnum verður boðið að votta honum virðingu sína. Enn er óljóst hvað það var sem orsakaði dauða Sicknicks. Samkvæmt þinglögreglunni særðist Sicknick við árásina og greint var frá því í New York Times að Sicknick hafi verið barinn með slökkvitæki í árásinni. Það hefur þó ekki fengist staðfest.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira