„Krabbameinslækningar hér á heimsmælikvarða en huga þarf að endurhæfingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2021 20:02 Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinlækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum hér á landi. Vísir/Helena Lífslíkur og lífsgæði krabbameinsgreindra hér á landi eru með því fremsta sem þekkist í heiminum, að sögn formanns félags krabbameinslækna. Krabbameinsgreindum muni hins vegar fjölga mikið á næstu áratugum og því mikilvægt að huga að öflugri endurhæfingu. Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar. Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Árlega greinast um 1700 Íslendingar með krabbamein hér á landi en um þriðjungur þjóðarinnar fær einhvern tíma krabbamein á lífsleiðinni. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Félags krabbameinslækna segir gríðarlegar framfarir hafa orðið á krabbameinslækningum hér á landi. „Við stöndum mjög vel varðandi skurðaðgerðir og geislameðferðir og erum í fremstu röð. Svo höfum við náð að fylgja mjög vel eftir þeirri hröðu þróun sem hefur verið i lyflækningum krabbameina. Þá eru komnar nýjar meðferðir sem eru klæðskerasniðnar að ákveðnum tegundum krabbameins ,“ segir Gunnar. Hann segir að lífslíkur þeirra sem greinast af krabbameini hafi tvöfaldast frá 1950. Því beri að þakka betri greiningu, skimun og bættri meðferð. „Íslendingar hafa verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir almenn sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameinsgreinda í fremstu röð í heiminum,“ segir Gunnar. Mikilvægt sé að standa vörð um þá sátt nú þegar skimun hefur verið færð til Heilsugæslunnar. „Það er mikilvægt að það ríki sátt um þá þjónustu sem er veitt í kringum krabbamein, hvort sem það er skimun, greining eða lækningar. Fólk sem nýtur þjónustunnar þarf að upplifa að hún sé í öruggum farvegi. Ég sé vissan kost í að krabbameinsskimun hafi verið færð til heilsugæslunnar því hún er nær fólki en um leið er mikilvægt að sátt ríki,“ segir hann. Gunnar segir að á næstu árum þurfi að huga enn betur að endurhæfingu krabbameinsgreindra. „ Sífellt fleiri lifa lengi eftir greiningu og eru þá annað hvort læknaðir eða lifa með sjúkdóminn og því er næsta skref í þessum málum að efla endurhæfingu og þjálfun þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn. Greinining og meðferð krabbameins er alltaf erfið fyrir hverja manneskju. Nú þarf að leggja áherslu á að einstaklingurinn geti í framhaldinu lifað sem eðlilegustu lífi eftir baráttuna,“ segir Gunnar.
Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira