Enski boltinn

Sol­skjær segir úr­slitin á Emira­tes fram­fara­skref

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær glottir við tönn í kvöld.
Solskjær glottir við tönn í kvöld. Andy Rain/Getty

„Ég er ánægður með frammistöðuna. Við komum hingað og höldum hreinu og fengum fín færi til þess að vinna leikinn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, í samtali við BBC eftir jafnteflið markalausa gegn Arsenal.

„Við þurfum að fá framherjana okkar til þess að fara skora á nýjan leik og það er næsta skref núna.“

United var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Norðmaðurinn segir að leikurinn hafi jafnast út í síðari hálfleik.

„Mér finnst við vera með yfirburði í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var þetta meira endanna á milli en við áttum góðan kafla og þeir áttu það einnig.“

„Úrslitin gegn Sheffield United voru auðvitað vonbrigði á heimavelli. Ef þér finnst, á útivelli gegn Arsenal, að þú hafir átt að vinna þá er það framfaraskref,“ sagði Solskjær.


Tengdar fréttir

Markalaus á Emirates

Arsenal og Manchester United gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates leikvanginum í dag. Leikurinn var nokkuð fjörugur þrátt fyrir markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×