Skinkuskákin í Kringlunni Erna Bjarnadóttir skrifar 2. febrúar 2021 10:30 Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun