Hagsmunir íslenskra kvenna? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 13:30 Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun