Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Arnar Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira