„Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Börkur Edvardsson, formaður Vals, segir að félagið hafi eftir síðasta tímabil ákveðið að færa liðið enn frekar inn í atvinnumannaumhverfi. Vísir/Sigurjón Ólason Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfari“ Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfari“ Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira