Steingrímur steig í pontu í dag og mælti fyrir breytingum á lögum um þingsköp Alþingis og lögum um réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins.
Þar var hann hins vegar nefndur Guðni Th. Jóhannesson. Ekki þó forseti Íslands, eins og við mætti búast, heldur framsögumaður Vinstri grænna.
Sara Elísa Þórðardóttir, vökull þingmaður Pírata, tók skjáskot af þessum skemmtilega misskilningi og deildi á Facebook þar sem málið hefur vakið mikla kátínu.