Fordæmir dóminn yfir Navalní Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 20:02 Guðlaugur kallar eftir því að Navalní verði sleppt. Getty/Samsett Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. Í tísti sem Guðlaugur sendi frá sér eftir að dómur yfir Navalní féll síðdegis í dag segir hann rangt að þagga niður í pólitískum andstæðingum og koma þeim fyrir bak við lás og slá. Navalní er einhver háværasti og áhrifamesti andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Segir Guðlaugur að dómurinn yfir Navalní minni á „ógnvekjandi fortíð.“ „Ég biðla til Rússlands að sleppa [Navalní] undir eins, sem og þeim sem ranglega eru í varðhaldi fyrir að mótmæla,“ skrifar Guðlaugur Þór. Talið er að um tvö hundruð mótmælendur hafi verið handteknir fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun. Deeply disappointed over the verdict against Alexei Navalny @navalny. Silencing political opponents by putting them behind bars is never acceptable & is reminiscent of a grim past. Calling on #Russia to release him immediately as well as those wrongfully detained for protesting.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 2, 2021 Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Rauf skilorð meðvitundarlaus Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk og hann verið fluttur meðvitundarlaus til Þýskalands. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Utanríkismál Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Í tísti sem Guðlaugur sendi frá sér eftir að dómur yfir Navalní féll síðdegis í dag segir hann rangt að þagga niður í pólitískum andstæðingum og koma þeim fyrir bak við lás og slá. Navalní er einhver háværasti og áhrifamesti andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Segir Guðlaugur að dómurinn yfir Navalní minni á „ógnvekjandi fortíð.“ „Ég biðla til Rússlands að sleppa [Navalní] undir eins, sem og þeim sem ranglega eru í varðhaldi fyrir að mótmæla,“ skrifar Guðlaugur Þór. Talið er að um tvö hundruð mótmælendur hafi verið handteknir fyrir utan dómshúsið í Moskvu í morgun. Deeply disappointed over the verdict against Alexei Navalny @navalny. Silencing political opponents by putting them behind bars is never acceptable & is reminiscent of a grim past. Calling on #Russia to release him immediately as well as those wrongfully detained for protesting.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) February 2, 2021 Sá fjöldi er þó ekki nema brot af því sem var á sunnudaginn þegar stærstu mótmæli í áratugaraðir áttu sér stað víðs vegar um landið vegna meðferðar stjórnarandstæðingsins. 5.750 voru handtekin, þar af rúmlega 1.900 í Moskvu. Rauf skilorð meðvitundarlaus Á meðan mótmælendur voru handteknir fyrir utan stóð Navalní inni í dómsalnum í eins konar glerbúri. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk og hann verið fluttur meðvitundarlaus til Þýskalands. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um eitrunina, en segjast saklaus.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Utanríkismál Tengdar fréttir Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50 Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Skrifstofa Ríkissaksóknara Rússlands segir það að krafa fangelsismálayfirvalda landsins um að stjórnarandstæðingnum Alexi Navalní verði gert að afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn dóm frá 2014 sé samkvæmt lögum og sanngjörn. 1. febrúar 2021 14:50
Fjögur þúsund handteknir í Rússlandi Meira en fjögur þúsund Rússar hafa verið handteknir í tengslum við fjöldamótmæli sem fara nú fram víða um Rússland. Verið er að mótmæla handtöku stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní og kalla mótmælendur eftir því að honum verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. 31. janúar 2021 16:40