Sá besti í heimi er hættur í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 08:01 Mathew Fraser og Katrín Tanja Davíðsdóttir með Ben Bergeron eftir að þau unnu heimsmeistaratitilinn 2016. Fraser var þá að vinna í fyrsta sinn en hann hefur ekki misst af gullinu síðan. Instagram/@katrintanja Það er laust pláss á toppi CrossFit fjallsins í karlaflokki eftir að heimsmeistarinn Mathew Fraser tilkynnti að hann sé hættur í CrossFit. Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira
Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira