Öruggt hjá City og Leicester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Markaskorarar kvöldsins fagna.
Markaskorarar kvöldsins fagna. Matt McNulty/Getty

Manchester City og Leicester unnu góða sigra í fyrstu tveimur leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. City hafði betur gegn Burnley en Leicester gegn Fulham. Báðir leikirnir enduðu 0-2.

Það voru liðnar þrjár mínútur er City komst yfir gegn Burnley á útivelli. Markið skoraði Gabriel Jesus og Raheem Sterling tvöfaldaði muninn fyrir hlé. Þetta urðu lokatölurnar en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley.

City er með þriggja stiga forystu á nágranna sína í Manhcester United. Einnig á City leik til góða. Það er áhugaverður leikur um helgina er City mætir Liverpool en ensku meistrarnir eru sjö stigum á eftir CIty. Burnley er í sextánda sætinu, átta stigum frá fallsæti.

Kelechi Iheanacho fékk tækifæri í byrjunarliði Leicester og hann þakkaði traustið eftir sautján mínútur gegn Fulham. James Justin skoraði annað markið á 44. mínútu en James Maddison lagði upp bæði mörk Leicester.

City er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum á eftir United sem er í öðru sætinu, en Fulham er í fallsæti. Þeir eru í átjánda sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Brighton sem er sæti ofar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira