Nýi Keflvíkingurinn vinsæll en á ekki roð í litlu systur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 08:00 Max Montana er með hátt í 20 þúsund fylgjendur á TikTok og tæplega 40 þúsund á Instagram en systir hans er þó mun vinsælli. TikTok og Instagram/@maxx.montana Nýjasti liðsmaður körfuboltaliðs Keflavíkur væri eflaust titlaður samfélagsmiðlastjarna ef hann væri íslenskur. Hann breytti nafninu sínu til að geta borið það fram og ætti að geta þreytt frumraun sína á Íslandi í stórleiknum gegn KR annað kvöld. Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51
Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16