Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:32 Frá vinstri má sjá þá Kristján, Jón Bjarna, Stefán Karl og Pál í dag. Aðsend Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi. Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar. Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar.
Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira