„Eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 21:00 Ásgerður Heimisdóttir, Konráð Bragason og dóttir þeirra Móa Konráðsdóttir. aðsend „Þetta er kvennamál eins mikið og viljum og segjum að við búum í feminískri útópíu, þá er þetta kvennamál,“ segir Ásgerður Heimisdóttir, móðir og nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Dóttir Ásgerðar kom í heiminn í desember 2019 og ætla mætti að þá hefði Ásgerður átt rétt á fæðingarorlofsgreiðslum eða fæðingarstyrk námsmanna. Svo var hins vegar ekki. Hún féll á milli kerfa og reyndist algjörlega réttlaus. Ásgerður kveðst þakklát fyrir sitt bakland sem hafi hjálpað henni og manninum hennar við að reyna að láta lífið ganga upp en hún óttast að fleiri séu í sömu stöðu sem ef til vill hafi ekki sama bakland. „Ég er sett í janúarbyrjun 2020 en ég fæ aldrei almennilegt svar, vegna þess að ég sem sagt kemst að því að ég er ólétt á sama tíma og ég kemst inn í LHÍ, og þá var mér boðið að annað hvort byrja í náminu ólétt og taka mér svo árs pásu eða byrja aftur haustið á eftir og þá byrja með níu mánaða barn,“ segir Ásgerður í samtali við Vísi. Ásgerður ákvað að byrja frekar strax í náminu heldur en að bíða í ár og kláraði því fyrstu önnina á meðan hún var ólétt. „En vegna þess að ég komst í skólann þá hætti ég að vinna rosalega mikið með skólanum því ég var ólétt. Síðan fékk ég tækifæri til þess að sýna á Lunga í júlí og ég næ því ekki hlutfallinu yfir meðaltalið sem þau reikna í júlí sem verður til þess að ég fell hvorki inn í það að eiga rétt á fæðingarorlofi sem námsmaður, vegna þess að ég var bara búin að vera í eina önn, og ég féll ekki inn heldur sem einstaklingur í hlutastarfi vegna þess að ég missti út hlutfallið þarna í júlí,“ útskýrir Ásgerður. Persónuleg áföll settu strik í reikninginn Sama hvað hún reyndi segir hún að erfitt hafi reynst að fá svör. „Þetta er bara að hakkast í einhverju kerfi. Það var líka fullt af persónulegum áföllum sem að komu í trekk eftir fæðingu sem varð til þess að maður var ekki beint í stakk búinn til þess að fara að hamast í einhverjum í símann eða senda reiða tölvupósta. Maður er svolítið viðkvæmur á þessum tíma,“ segir Ásgerður. Ástandið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi ekki bætt úr skák og þá varð andlát í fjölskyldunni sem tók hana sárt. „Allt með nýfætt barn og svo að reyna að standast eitthvað kerfi, maður er svolítið búinn á því,“ segir Ásgerður. Hún telur sig vita að hún sé ekki ein um að lenda í þeirri stöðu að falla á milli í kerfinu. Ásgerður opnaði sig um stöðuna á samfélagsmiðlum nýverið og segist í kjölfarið hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð frá öðrum sem hafi lent í sambærilegri stöðu. „Maður er í svo ótrúlega viðkvæmri stöðu. Það er eins og fólki fallist eiginlega bara hendur og hefur ekki tíma eða andrými til að fara og láta í sér heyra og mótmæla.“ Dæmi um að foreldrar hætti í námi sökum álags Hún hafi notið góðs af sínu baklandi. „Ég er heppin, innan gæsalappa, að mamma mín er í doktorsnámi og hefur getað tekið hana þegar ég fékk loksins eitthvað að gera. Þá gat hún passað,“ útskýrir Ásgerður. Það sé aftur á móti ekki sjálfgefið. Þótt amman njóti stunda með barnabarninu þá fylgi því álag. „Hún er að klára doktorsnámið þannig það er mjög erfitt og ég get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir fólk sem er ekki með bakland.“ Hún þekki dæmi þess að foreldrar, sem stundi við LHÍ á meðan börnin þeirra eru enn mjög ung, hafi endað á að hætta sökum álags. „Ég veit um dæmi þar sem stelpa byrjaði í LHÍ með níu mánaða barn og hún hætti sökum álags og vegna þess að það kom eitthvað uppá með dagmömmuna og þau hættu hjá henni það var enginn til að hafa barnið og hún þurfti að vinna, með námslánum, til þess að eiga fyrir lífinu.“ Ásgerður kallar eftir aukinni umræðu um stöðu foreldra sem eru í námi en kveðst ekki undrast að slík umræða sé af skornum skammti. „Fólk er kannski ekki að tala um þetta vegna þess að það hefur ekki tíma eða rými til þess vegna þess að það er að brenna út eða er að gefa eitthvað upp á bátinn.“ Margir séu á námslánum en þurfi samt að vinna með og missi þannig af dýrmætum stundum með börnum sínum. Ásgerður hrósar happi að maðurinn hennar hafi átt rétt á fæðingarorlofi og hafi getað nýtt sameiginlega hluta fæðingarorlofsins einnig en hann starfar hjá litlu fjölskyldufyrirtæki. „Hann er núna í 100% fæðingarorlofi í janúar og febrúar og síðan er hann í 50% vinnu í mars og apríl. Hvernig það verður, það bara kemur í ljós,“ segir Ásgerður. Átti ekki heldur rétt á fjárhagsaðstoð hjá borginni Eftir algjörlega ólaunað fæðingarorlof byrjaði Ásgerður aftur í skólanum. Nám við LHÍ er ekki ókeypis en skólagjöldin nema um þrjú hundruð þúsund krónum á önn að sögn Ásgerðar. „Svo út af nýja Menntasjóðnum þá er umsóknarfresturinn liðinn til að sækja um námslán fyrir þessa önn, þannig að kerfið er ekki beint að vinna með manni og þegar maður fattar það, maður byrjar næstum því að upplifa eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn eða að vera mamma í námi. Þannig að maður upplifir sig svolítið vanmáttugan gagnvart kerfinu,“ segir Ásgerður. Hún hafi þurft að kyngja ákveðnu stolti þegar hún leitaði á náðir borgarinnar eftir fjárhagsaðstoð. Á tímum samfélagsmiðla sé það ekki að hjálpa að sjá hvernig jafnaldrar skiptast á að deila myndum af lífsgæðakapphlaupi sínu á sama tíma. „Maður sér fólk kaupa sína fyrstu íbúð á meðan maður er hamingjusamur í sinni leiguíbúð, en að vera að kaupa og lifa svona blússandi lífi á meðan maður er að sækja um fjárhagsaðstoð hjá borginni og maður fær það ekki vegna þess að ég er skráð í nám,“ útskýrir Ásgerður. Auk skólagjaldanna fylgir líka töluverður námsgagna- og tæknikostnaður því að stunda nám í vöruhönnun við LHÍ. „Eins og það er margt frábært sem þau eru að gera, þá er samt þessi lúmska krafa um að þú sért með tæknina í lagi. Þú þarft ekki að vera með nýjustu MacBook eða nýjasta símann, en stýrikerfið þarf að höndla öll forritin og Adobe-pakkana,“ segir Ásgerður. „Það er þessi lúmska krafa að þú borgir 300 þúsund kall í skólagjöld fyrir önnina, sért með nýjustu tæknina sem hleypur á hundruðum þúsunda,“ segir Ásgerður. „Ég er asnalega heppin með mitt bakland. Fólk sem er tilbúið að passa, lána mér fyrir Adobi-pakka og eitthvað svona. En þetta er samt svo ósanngjarnt fyrir hina sem eru ekki eins heppnir eins og ég.“ „Kulnun er ekki sexý“ Nú eins árs gömul dóttir Ásgerðar er enn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða hjá dagmömmu. „Einu staðirnir sem við höfum heyrt eitthvað frá eru einkareknu leikskólarnir. Ég var komin átján vikur á leið þegar ég var spurð hvort hún væri komin á biðlista hjá dagmömmu,“ segir Ásgerður. „Það hafi henni þótt sérkennilegt svo snemma á meðgöngunni. „Hvernig á ég að vera að taka frá pláss fyrir barn sem ég veit ekki einu sinni hvort komist í heiminn. Það gat allt ennþá gerst. Þá missti ég andlitið, að ég ætti að vera að sækja um hjá dagmömmu.“ Raunveruleikinn sé ekki þannig að allar barneignir séu skipulagðar, og hvað þá að fólk geti skipulagt öll smáatriði langt fram í tímann. „Þegar maður lendir í þessu, að maður þurfi að gera upp á milli, hvort maður eigi að eignast barn, þá ekki af því þig langar ekki í það, heldur vegna þess að þú gleymdir að safna fyrir fæðingarorlofinu. Það eru til svo margar holur í kerfinu, og þegar þú eða frávikið lendir í holunni þá er ekkert sem grípur þig,“ segir Ásgerður. LHÍ er ekki með samning við Félagsstofnun Stúdenta og eiga börn námsmanna við LHÍ ekki greiðan aðgang að leikskóla FS. Ásgerður telur að LHÍ gæti gert betur hvað varðar þjónustu við nemendur. „Þau eru ekki með nein úrræði fyrir fjölskyldur eða foreldra í námi, sem verður til þess að það er svona óskrifuð regla að barnið komi með í tíma,“ segir Ásgerður. Hún eigi bekkjarsystkini sem hafi komið með börnin sín í tíma þar sem þau fengu ekki pössun. „Kulnun er ekki sexí, og þessi krafa frá kerfinu, þetta gengur ekki upp.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagsmál Skóla - og menntamál Reykjavík Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Ásgerður kveðst þakklát fyrir sitt bakland sem hafi hjálpað henni og manninum hennar við að reyna að láta lífið ganga upp en hún óttast að fleiri séu í sömu stöðu sem ef til vill hafi ekki sama bakland. „Ég er sett í janúarbyrjun 2020 en ég fæ aldrei almennilegt svar, vegna þess að ég sem sagt kemst að því að ég er ólétt á sama tíma og ég kemst inn í LHÍ, og þá var mér boðið að annað hvort byrja í náminu ólétt og taka mér svo árs pásu eða byrja aftur haustið á eftir og þá byrja með níu mánaða barn,“ segir Ásgerður í samtali við Vísi. Ásgerður ákvað að byrja frekar strax í náminu heldur en að bíða í ár og kláraði því fyrstu önnina á meðan hún var ólétt. „En vegna þess að ég komst í skólann þá hætti ég að vinna rosalega mikið með skólanum því ég var ólétt. Síðan fékk ég tækifæri til þess að sýna á Lunga í júlí og ég næ því ekki hlutfallinu yfir meðaltalið sem þau reikna í júlí sem verður til þess að ég fell hvorki inn í það að eiga rétt á fæðingarorlofi sem námsmaður, vegna þess að ég var bara búin að vera í eina önn, og ég féll ekki inn heldur sem einstaklingur í hlutastarfi vegna þess að ég missti út hlutfallið þarna í júlí,“ útskýrir Ásgerður. Persónuleg áföll settu strik í reikninginn Sama hvað hún reyndi segir hún að erfitt hafi reynst að fá svör. „Þetta er bara að hakkast í einhverju kerfi. Það var líka fullt af persónulegum áföllum sem að komu í trekk eftir fæðingu sem varð til þess að maður var ekki beint í stakk búinn til þess að fara að hamast í einhverjum í símann eða senda reiða tölvupósta. Maður er svolítið viðkvæmur á þessum tíma,“ segir Ásgerður. Ástandið vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi ekki bætt úr skák og þá varð andlát í fjölskyldunni sem tók hana sárt. „Allt með nýfætt barn og svo að reyna að standast eitthvað kerfi, maður er svolítið búinn á því,“ segir Ásgerður. Hún telur sig vita að hún sé ekki ein um að lenda í þeirri stöðu að falla á milli í kerfinu. Ásgerður opnaði sig um stöðuna á samfélagsmiðlum nýverið og segist í kjölfarið hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð frá öðrum sem hafi lent í sambærilegri stöðu. „Maður er í svo ótrúlega viðkvæmri stöðu. Það er eins og fólki fallist eiginlega bara hendur og hefur ekki tíma eða andrými til að fara og láta í sér heyra og mótmæla.“ Dæmi um að foreldrar hætti í námi sökum álags Hún hafi notið góðs af sínu baklandi. „Ég er heppin, innan gæsalappa, að mamma mín er í doktorsnámi og hefur getað tekið hana þegar ég fékk loksins eitthvað að gera. Þá gat hún passað,“ útskýrir Ásgerður. Það sé aftur á móti ekki sjálfgefið. Þótt amman njóti stunda með barnabarninu þá fylgi því álag. „Hún er að klára doktorsnámið þannig það er mjög erfitt og ég get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir fólk sem er ekki með bakland.“ Hún þekki dæmi þess að foreldrar, sem stundi við LHÍ á meðan börnin þeirra eru enn mjög ung, hafi endað á að hætta sökum álags. „Ég veit um dæmi þar sem stelpa byrjaði í LHÍ með níu mánaða barn og hún hætti sökum álags og vegna þess að það kom eitthvað uppá með dagmömmuna og þau hættu hjá henni það var enginn til að hafa barnið og hún þurfti að vinna, með námslánum, til þess að eiga fyrir lífinu.“ Ásgerður kallar eftir aukinni umræðu um stöðu foreldra sem eru í námi en kveðst ekki undrast að slík umræða sé af skornum skammti. „Fólk er kannski ekki að tala um þetta vegna þess að það hefur ekki tíma eða rými til þess vegna þess að það er að brenna út eða er að gefa eitthvað upp á bátinn.“ Margir séu á námslánum en þurfi samt að vinna með og missi þannig af dýrmætum stundum með börnum sínum. Ásgerður hrósar happi að maðurinn hennar hafi átt rétt á fæðingarorlofi og hafi getað nýtt sameiginlega hluta fæðingarorlofsins einnig en hann starfar hjá litlu fjölskyldufyrirtæki. „Hann er núna í 100% fæðingarorlofi í janúar og febrúar og síðan er hann í 50% vinnu í mars og apríl. Hvernig það verður, það bara kemur í ljós,“ segir Ásgerður. Átti ekki heldur rétt á fjárhagsaðstoð hjá borginni Eftir algjörlega ólaunað fæðingarorlof byrjaði Ásgerður aftur í skólanum. Nám við LHÍ er ekki ókeypis en skólagjöldin nema um þrjú hundruð þúsund krónum á önn að sögn Ásgerðar. „Svo út af nýja Menntasjóðnum þá er umsóknarfresturinn liðinn til að sækja um námslán fyrir þessa önn, þannig að kerfið er ekki beint að vinna með manni og þegar maður fattar það, maður byrjar næstum því að upplifa eins og það sé verið að refsa manni fyrir að eignast barn eða að vera mamma í námi. Þannig að maður upplifir sig svolítið vanmáttugan gagnvart kerfinu,“ segir Ásgerður. Hún hafi þurft að kyngja ákveðnu stolti þegar hún leitaði á náðir borgarinnar eftir fjárhagsaðstoð. Á tímum samfélagsmiðla sé það ekki að hjálpa að sjá hvernig jafnaldrar skiptast á að deila myndum af lífsgæðakapphlaupi sínu á sama tíma. „Maður sér fólk kaupa sína fyrstu íbúð á meðan maður er hamingjusamur í sinni leiguíbúð, en að vera að kaupa og lifa svona blússandi lífi á meðan maður er að sækja um fjárhagsaðstoð hjá borginni og maður fær það ekki vegna þess að ég er skráð í nám,“ útskýrir Ásgerður. Auk skólagjaldanna fylgir líka töluverður námsgagna- og tæknikostnaður því að stunda nám í vöruhönnun við LHÍ. „Eins og það er margt frábært sem þau eru að gera, þá er samt þessi lúmska krafa um að þú sért með tæknina í lagi. Þú þarft ekki að vera með nýjustu MacBook eða nýjasta símann, en stýrikerfið þarf að höndla öll forritin og Adobe-pakkana,“ segir Ásgerður. „Það er þessi lúmska krafa að þú borgir 300 þúsund kall í skólagjöld fyrir önnina, sért með nýjustu tæknina sem hleypur á hundruðum þúsunda,“ segir Ásgerður. „Ég er asnalega heppin með mitt bakland. Fólk sem er tilbúið að passa, lána mér fyrir Adobi-pakka og eitthvað svona. En þetta er samt svo ósanngjarnt fyrir hina sem eru ekki eins heppnir eins og ég.“ „Kulnun er ekki sexý“ Nú eins árs gömul dóttir Ásgerðar er enn á biðlista eftir plássi á leikskóla eða hjá dagmömmu. „Einu staðirnir sem við höfum heyrt eitthvað frá eru einkareknu leikskólarnir. Ég var komin átján vikur á leið þegar ég var spurð hvort hún væri komin á biðlista hjá dagmömmu,“ segir Ásgerður. „Það hafi henni þótt sérkennilegt svo snemma á meðgöngunni. „Hvernig á ég að vera að taka frá pláss fyrir barn sem ég veit ekki einu sinni hvort komist í heiminn. Það gat allt ennþá gerst. Þá missti ég andlitið, að ég ætti að vera að sækja um hjá dagmömmu.“ Raunveruleikinn sé ekki þannig að allar barneignir séu skipulagðar, og hvað þá að fólk geti skipulagt öll smáatriði langt fram í tímann. „Þegar maður lendir í þessu, að maður þurfi að gera upp á milli, hvort maður eigi að eignast barn, þá ekki af því þig langar ekki í það, heldur vegna þess að þú gleymdir að safna fyrir fæðingarorlofinu. Það eru til svo margar holur í kerfinu, og þegar þú eða frávikið lendir í holunni þá er ekkert sem grípur þig,“ segir Ásgerður. LHÍ er ekki með samning við Félagsstofnun Stúdenta og eiga börn námsmanna við LHÍ ekki greiðan aðgang að leikskóla FS. Ásgerður telur að LHÍ gæti gert betur hvað varðar þjónustu við nemendur. „Þau eru ekki með nein úrræði fyrir fjölskyldur eða foreldra í námi, sem verður til þess að það er svona óskrifuð regla að barnið komi með í tíma,“ segir Ásgerður. Hún eigi bekkjarsystkini sem hafi komið með börnin sín í tíma þar sem þau fengu ekki pössun. „Kulnun er ekki sexí, og þessi krafa frá kerfinu, þetta gengur ekki upp.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagsmál Skóla - og menntamál Reykjavík Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira