Týpan sem fær stórar hugmyndir og kýlir á þær Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 16:31 Hönnuðurinn Hildur Yeoman vekur alltaf athygli fyrir stórar sýningar. Á bak við vöruna „Ég byrjaði merkið svolítið út frá því að ég var nýbúin í skóla og það var einhvern veginn ekkert í boði fyrir mig,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. Í sjötta og jafnframt síðasta myndbandinu af seríunni Á bak við vöruna er rætt við Hildi um fyrirtækið, innblásturinn og margt fleira. Hildur lokar seríunni með sínum glitrandi og töfrandi heimi. Hönnun Yeoman þarf vart að kynna en hún hefur skarað fram í fatahönnunarsenu Íslands undanfarin ár með augngrípandi klæðnaði og stærðarinnar sýningnum. Hildur Yeoman opnaði svo nýlega glæsilega verslun á Laugavegi 7 og í myndbandinu má sjá innlit í verslunina og á vinnustofu hönnuðarins. „Ég er mest að vinna með teikningar og prent og svona heildarhugsun um línurnar. Ég teikna fötin og svo fæ ég til mín klæðskera til að hjálpa mér að gera sniðin.“ Hildur segir að hún sé frekar glysgjörn þegar kemur að efnisvali og heillist því oft að slíku. „Yfirleitt finnst mér ég vera komin með næstu hugmynd þegar ég er að vinna í einhverju ákveðnu. Sérstaklega þegar það er sem mest að gera, þá fær maður svo margar hugmyndir. Mér líður best þannig. Ég er týpan sem fær svo stórar hugmyndir og kýli á þær. Ég veit kannski ekki alveg af hverju ég er þannig.“ Myndbandið er framleitt af Blóð stúdíó og má horfa á það í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands. Á bak við vöruna Tíska og hönnun Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í sjötta og jafnframt síðasta myndbandinu af seríunni Á bak við vöruna er rætt við Hildi um fyrirtækið, innblásturinn og margt fleira. Hildur lokar seríunni með sínum glitrandi og töfrandi heimi. Hönnun Yeoman þarf vart að kynna en hún hefur skarað fram í fatahönnunarsenu Íslands undanfarin ár með augngrípandi klæðnaði og stærðarinnar sýningnum. Hildur Yeoman opnaði svo nýlega glæsilega verslun á Laugavegi 7 og í myndbandinu má sjá innlit í verslunina og á vinnustofu hönnuðarins. „Ég er mest að vinna með teikningar og prent og svona heildarhugsun um línurnar. Ég teikna fötin og svo fæ ég til mín klæðskera til að hjálpa mér að gera sniðin.“ Hildur segir að hún sé frekar glysgjörn þegar kemur að efnisvali og heillist því oft að slíku. „Yfirleitt finnst mér ég vera komin með næstu hugmynd þegar ég er að vinna í einhverju ákveðnu. Sérstaklega þegar það er sem mest að gera, þá fær maður svo margar hugmyndir. Mér líður best þannig. Ég er týpan sem fær svo stórar hugmyndir og kýli á þær. Ég veit kannski ekki alveg af hverju ég er þannig.“ Myndbandið er framleitt af Blóð stúdíó og má horfa á það í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Verkefnið Á bak við við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi frá Blóð stúdíó. Í þáttunum er skyggnst inn í heim íslenskra frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar. Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Á bak við vöruna Tíska og hönnun Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira