Vefverslun með áfengi ekki leyfð samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, var lagt fram á Alþingi í gær. Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira