„Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Linda Baldvinsdóttir var lengi vel í andlegu ofbeldissambandi. Markþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir mátti þola andlegt ofbeldi af hendi kærasta síns sem var alveg falið útávið og enginn vissi af nema allra nánasta fjölskylda. Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira