„Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Linda Baldvinsdóttir var lengi vel í andlegu ofbeldissambandi. Markþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir mátti þola andlegt ofbeldi af hendi kærasta síns sem var alveg falið útávið og enginn vissi af nema allra nánasta fjölskylda. Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira