Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 14:11 Kröfur Dominion snúa að nokkrum samfélagsmiðlum og efnisveitum. GettyMuhammed Selim Korkutata Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira