Enski boltinn

Segir að Liver­pool myndi sætta sig við að enda í topp fjórum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndu ensku meistararnir sætta sig við sæti í topp fjórum?
Myndu ensku meistararnir sætta sig við sæti í topp fjórum? Andrew Powell/Gettyu

Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og nú spekingur hjá sjónvarpsstöðinni Sky Sports, segir að félagið þurfi nú að horfa í að ná einum fjórum efstu sætunum, en ekki bara ða verja titilinn.

Liverpool tapaði óvænt fyrir Brighton á heimavelli í vikunni. Þetta var annað tap liðsins í röð á heimavelli en þeir töpuðu einnig fyrir Burnley í síðasta mánuði. Þeir eru því sjö stigum á eftir toppliði Man. City sem á einnig leik til góða.

Carragher var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post þar sem hann fór yfir núverandi stöðu hjá ensku meisturunum.

„Andy Robertson kom og sagði að Liverpool sé ekki í titilbaráttunni og ég held að það sé rétt að horfa á þetta þannig núna. Liverpool ætti að horfa í fjögur efstu sætin og til að segja það augljósa; taka einn leik í einu á meðan þeir eru að spila svona,“ sagði varnarjaxlinn.

„Það eru svo margar breytingar á liðinu að þú ert ekki alveg viss hvað gerist. Alisson datt út á síðustu mínútu gegn Brighton og Liverpool er enn að bíða eftir leikmönnum. Ég held að ef þú byðir þeim að enda í einum af fjórum efstu sætunum þá myndu þeir taka því.“

Liðið skráði sig nánast í sögubækurnar í 1-0 tapinu gegn Brighton í vikunni því þetta er í fyrsta sinn í tæp níu ár sem liðið tapar tveimur deildarleikjum í röð í deildinni. Liverpool og City mætast einmitt á sunnudaginn, á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×