Þeirra mistök - okkar stefna? Ólafur Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2021 22:02 Hvergi á Norðurlöndunum eru jafn margar umsóknir um alþjóðlega vernd og hér á landi sé miðað við höfðatölu. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar sækja um vernd hér á landi sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku, þrefalt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð. Skortur á skilvirkni og aðhaldi Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar töldust af 654 umsækjendum 38 vera frá öruggu upprunaríki. Slíkum umsækjendum ætti að vera hægt að snúa heim á stuttum tíma. Meirihluti umsækjenda, 331, hafði þegar fengið vernd í öðru ríki. Ætti sá hópur að geta horfið hratt til þess ríkis í stað þess að dvelja hér mánuðum saman. Í ljósi þess að málunum fylgir mikill kostnaður, bæði vegna afgreiðslu þeirra og uppihalds umsækjendanna, má telja ljóst að hér sé um mikinn vanda að ræða. Þingsályktunartillaga á Alþingi Alþingi hefur til meðferðar þingsályktunartillögu Miðflokksins um að fela dómsmálaráðherra að flytja frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem hafi að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna útlendinga og auka skilvirkni í málsmeðferð. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir styttingu á afgreiðslutíma í málum sem lúta að alþjóðlegri vernd. Hælisleitendur bíða í sumum tilvikum árum saman eftir því að fá niðurstöðu. Með því er mikið lagt á fólk sem hingað leitar. Um leið ýtir þessi staðreynd undir tilhæfulausar umsóknir. Sýnist auðsætt að slíkum umsóknum er markvisst beint að ríkjum þar sem mestir möguleikar eru á frestum og töfum á afgreiðslu. Ný norræn stefna Forsætisráðherra Dana, Mette Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í stefnuræðu 6. október sl. útlendingastefnu fortíðar mistök. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Verum hreinskilin, sagði hún, möguleikinn á hæli er oft kominn undir því að flóttamaður greiði fólkssmyglara og vilji hætta lífinu í yfirfullum gúmmíbát. Miðjarðarhafið er orðið kirkjugarður. Enn fremur sagði danski forsætisráðherrann: Enginn flýr að gamni sínu. Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hlýtur að beinast að því fólki. Með orðum danska forsætisráðherrans eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þessum efnum. Stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar ber vott um að norsk sjónarmið séu áþekk þeim dönsku í málaflokknum. Vinaþjóðir í ógöngum Ræða danska forsætisráðherrans ber því glöggt vitni að hún telur Dani hafa ratað í ógöngur í málefnum hælisleitenda. Þá vöktu athygli ummæli sænska forsætisráðherrans Stefáns Löfvéns á liðnu ári um að aukna afbrotatíðni í Svíþjóð mætti rekja til mistaka hinnar pólitísku stefnu í útlendingamálum. Hér heima skildu gömlu kratarnir að velferðarkerfið brotnar niður, ef það er ekki reist á borgaralegum gildum. Sjálfstæðisflokkurinn beygir sig undir stefnu samstarfsflokka í málefnum hælisleitenda, í stað þess að tryggja örugg landamæri með markvissri löggæslu. Viðsnúningur í stefnu danskra stjórnvalda Danmörk vill taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Hælisleitendur komi í móttökustöð utan Evrópu. Í stefnu danskra jafnaðarmanna er segir að umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði sjálf stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Við þurfum að gera betur en endurtaka mistök annarra Í stefnuyfirlýsingu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Málið snúi að sjálfu samfélaginu, velferðarkerfinu og hlutskipti launafólks á dönskum vinnumarkaði. Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í flóttamannavanda samtímans, en augljóst er að Ísland hefur ekki burði til að taka við margfalt fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en aðrar Norðurlandaþjóðir gera. Hér verður að grípa til aðgerða áður en í óefni er komið. Við sýnumst fylgja hér á landi stefnu í málaflokknum sem Norðurlöndin hafa horfið frá. Við verðum að gera betur en reka stefnu sem aðrir hafa aflagt og danski forsætisráðherrann lýsir sem mistökum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hvergi á Norðurlöndunum eru jafn margar umsóknir um alþjóðlega vernd og hér á landi sé miðað við höfðatölu. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar sækja um vernd hér á landi sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku, þrefalt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð. Skortur á skilvirkni og aðhaldi Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar töldust af 654 umsækjendum 38 vera frá öruggu upprunaríki. Slíkum umsækjendum ætti að vera hægt að snúa heim á stuttum tíma. Meirihluti umsækjenda, 331, hafði þegar fengið vernd í öðru ríki. Ætti sá hópur að geta horfið hratt til þess ríkis í stað þess að dvelja hér mánuðum saman. Í ljósi þess að málunum fylgir mikill kostnaður, bæði vegna afgreiðslu þeirra og uppihalds umsækjendanna, má telja ljóst að hér sé um mikinn vanda að ræða. Þingsályktunartillaga á Alþingi Alþingi hefur til meðferðar þingsályktunartillögu Miðflokksins um að fela dómsmálaráðherra að flytja frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem hafi að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna útlendinga og auka skilvirkni í málsmeðferð. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir styttingu á afgreiðslutíma í málum sem lúta að alþjóðlegri vernd. Hælisleitendur bíða í sumum tilvikum árum saman eftir því að fá niðurstöðu. Með því er mikið lagt á fólk sem hingað leitar. Um leið ýtir þessi staðreynd undir tilhæfulausar umsóknir. Sýnist auðsætt að slíkum umsóknum er markvisst beint að ríkjum þar sem mestir möguleikar eru á frestum og töfum á afgreiðslu. Ný norræn stefna Forsætisráðherra Dana, Mette Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í stefnuræðu 6. október sl. útlendingastefnu fortíðar mistök. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Verum hreinskilin, sagði hún, möguleikinn á hæli er oft kominn undir því að flóttamaður greiði fólkssmyglara og vilji hætta lífinu í yfirfullum gúmmíbát. Miðjarðarhafið er orðið kirkjugarður. Enn fremur sagði danski forsætisráðherrann: Enginn flýr að gamni sínu. Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hlýtur að beinast að því fólki. Með orðum danska forsætisráðherrans eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þessum efnum. Stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar ber vott um að norsk sjónarmið séu áþekk þeim dönsku í málaflokknum. Vinaþjóðir í ógöngum Ræða danska forsætisráðherrans ber því glöggt vitni að hún telur Dani hafa ratað í ógöngur í málefnum hælisleitenda. Þá vöktu athygli ummæli sænska forsætisráðherrans Stefáns Löfvéns á liðnu ári um að aukna afbrotatíðni í Svíþjóð mætti rekja til mistaka hinnar pólitísku stefnu í útlendingamálum. Hér heima skildu gömlu kratarnir að velferðarkerfið brotnar niður, ef það er ekki reist á borgaralegum gildum. Sjálfstæðisflokkurinn beygir sig undir stefnu samstarfsflokka í málefnum hælisleitenda, í stað þess að tryggja örugg landamæri með markvissri löggæslu. Viðsnúningur í stefnu danskra stjórnvalda Danmörk vill taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Hælisleitendur komi í móttökustöð utan Evrópu. Í stefnu danskra jafnaðarmanna er segir að umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði sjálf stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Við þurfum að gera betur en endurtaka mistök annarra Í stefnuyfirlýsingu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Málið snúi að sjálfu samfélaginu, velferðarkerfinu og hlutskipti launafólks á dönskum vinnumarkaði. Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í flóttamannavanda samtímans, en augljóst er að Ísland hefur ekki burði til að taka við margfalt fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en aðrar Norðurlandaþjóðir gera. Hér verður að grípa til aðgerða áður en í óefni er komið. Við sýnumst fylgja hér á landi stefnu í málaflokknum sem Norðurlöndin hafa horfið frá. Við verðum að gera betur en reka stefnu sem aðrir hafa aflagt og danski forsætisráðherrann lýsir sem mistökum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar