Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:54 Elizabeth Cheney er dóttir Dick Cheney, sem var varnamálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush og varaforseti George W. Bush. epa/Michael Reynolds Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“ Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Sjá meira
Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Sjá meira