Bielsa hafði betur í slag reynsluboltanna Anton Ingi Leifsson skrifar 8. febrúar 2021 21:56 Bielsa á hliðarlínunni í kvöld. Hann hafði betur gegn Roy Hodgson. Stu Forster/Getty Images Leeds vann í kvöld 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Sigurinn skýtur Leeds upp í tíunda sæti deildarinnar og upp fyrir meðal annars Arsenal. Marcelo Bielsa og Roy Hodgson stýrðu liðunum í kvöld að venju; Bielsa liði Leeds og Hodgson gestunum frá Palace. Þar er áralöng reynsla af þjálfun. Roy Hodgson took his first managerial job in 1976, Marcelo Bielsa in 1980.There is A LOT of experience in the dugouts this evening! #LEECRY #bbcfootball https://t.co/mcmWnBDVcR pic.twitter.com/gBcyS88nho— Match of the Day (@BBCMOTD) February 8, 2021 Það voru ekki liðnar þrjár mínútur er fyrsta mark leiksins kom. Palace var varla búið að snerta boltann er Jack Harrison þrumaði boltanum í Gary Cahill og í netið. Leeds leiddi 1-0 í hálfleik á Elland Road en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Patrick Bamford forystuna með sínu tvö hundraðasta marki á ferlinum. Lokatölur 2-0. Leeds er í tíunda sæti deildarinnar með 32 stig, stigi fyrir ofan Arsenal, og á leik til góða. Palace er í þrettánda sætinu með 29 stig. FT: Leeds 2-0 Crystal PalaceA convincing victory for Leeds United - they're into the top half!#LEECRY #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 8, 2021 Enski boltinn
Leeds vann í kvöld 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Sigurinn skýtur Leeds upp í tíunda sæti deildarinnar og upp fyrir meðal annars Arsenal. Marcelo Bielsa og Roy Hodgson stýrðu liðunum í kvöld að venju; Bielsa liði Leeds og Hodgson gestunum frá Palace. Þar er áralöng reynsla af þjálfun. Roy Hodgson took his first managerial job in 1976, Marcelo Bielsa in 1980.There is A LOT of experience in the dugouts this evening! #LEECRY #bbcfootball https://t.co/mcmWnBDVcR pic.twitter.com/gBcyS88nho— Match of the Day (@BBCMOTD) February 8, 2021 Það voru ekki liðnar þrjár mínútur er fyrsta mark leiksins kom. Palace var varla búið að snerta boltann er Jack Harrison þrumaði boltanum í Gary Cahill og í netið. Leeds leiddi 1-0 í hálfleik á Elland Road en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Patrick Bamford forystuna með sínu tvö hundraðasta marki á ferlinum. Lokatölur 2-0. Leeds er í tíunda sæti deildarinnar með 32 stig, stigi fyrir ofan Arsenal, og á leik til góða. Palace er í þrettánda sætinu með 29 stig. FT: Leeds 2-0 Crystal PalaceA convincing victory for Leeds United - they're into the top half!#LEECRY #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 8, 2021