Bielsa hafði betur í slag reynslu­boltanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa á hliðarlínunni í kvöld. Hann hafði betur gegn Roy Hodgson.
Bielsa á hliðarlínunni í kvöld. Hann hafði betur gegn Roy Hodgson. Stu Forster/Getty Images

Leeds vann í kvöld 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Sigurinn skýtur Leeds upp í tíunda sæti deildarinnar og upp fyrir meðal annars Arsenal.

Marcelo Bielsa og Roy Hodgson stýrðu liðunum í kvöld að venju; Bielsa liði Leeds og Hodgson gestunum frá Palace. Þar er áralöng reynsla af þjálfun.

Það voru ekki liðnar þrjár mínútur er fyrsta mark leiksins kom. Palace var varla búið að snerta boltann er Jack Harrison þrumaði boltanum í Gary Cahill og í netið.

Leeds leiddi 1-0 í hálfleik á Elland Road en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfaldaði Patrick Bamford forystuna með sínu tvö hundraðasta marki á ferlinum. Lokatölur 2-0.

Leeds er í tíunda sæti deildarinnar með 32 stig, stigi fyrir ofan Arsenal, og á leik til góða. Palace er í þrettánda sætinu með 29 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira