Ekki innistæða fyrir 121 milljóna króna bótakröfu Barkar Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2021 13:45 Málið snýr að vistun Barkar Birgissonar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga á Litla-Hrauni með þeim afleiðingum að sá lést. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af miskabótakröfu Barkar Birgissonar vegna vistunar hans á öryggisgangi á Litla-Hrauni í hálft annað ár. Börkur fór fram á tæplega 121 milljóna króna í bætur. Málið snýr að vistun Barkar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans, Annþór Karlsson, voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga, Sigurð Hólm Sigurðsson, með þeim afleiðingum að hann lést. Voru þeir Börkur og Annþór úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var það að lokum niðurstaða forstöðumanns fangelsisins og forstjóra Fangelsismálastofnunar að vista þá á öryggisgangi í fangelsinu þar sem ekki var talið forsvaranlegt að hafa á þá á almennum gangi þar sem þeir væru taldir hættulegir öðrum. Vistun Barkar á öryggisdeild var ákveðin til þriggja mánaða í senn og framlengd fimm sinnum, að því er fram kemur í dómnum. Börkur og Annþór voru síðar sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa banað Sigurði. Samkomulag var gert milli ríkisins og Barkar um bætur vegna gæsluvarðhaldsins í málinu og hafði hann því ekki uppi kröfur á hendur ríkinu hvað það varðar. Taldi ákvörðunina ólögmæta Börkur byggði kröfu sína nú á því að ákvörðun um vistun hans á öryggisgangi hafi verið ólögmæt sem og aðdragandi hennar og tilhögun. Hafi málsmeðferðarreglum ekki verið gætt og ólögmæt sjónarmið legið að baki ákvörðuninni. Börkur vildi meina að brotið hafi verið gegn óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar, samanber rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Þá hafi reglur um öryggisdeild skort lagastoð og ekki verið tilefni til umræddrar vistunar hans á öryggisgangi. Þá taldi hann forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstöðumann Litla-Hrauns hafa verið vanhæfa til að fjalla um hans mál vegna orða sem þeir höfðu látið falla í fjölmiðlum. Sagði Börkur vistunina hafa reynst honum afar þungbær, þar sem hann taldi yfirvöld hafa brotið verulega á ýmsum réttindum hans. Aðdragandi vistunarinnar Ákvörðun fangelsismálayfirvalda um að vista Börk á öryggisgangi kom meðal annars, að sögn yfurvalda, í kjölfar þess að aðrir fangar hafi talið líf sitt í hættu þar sem Börkur hafi hótað þeim líkamsmeiðingum. Í dómnum segir frá því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi í bréfi til forstöðumanns Litla-Hrauns í apríl 2012 rakið að þeir Börkur og Annþór, sem eru þar kallaðir „ofbeldismenn“, hafi komið af stað auknu ofbeldi í fangelsinu eftir að þeir hefðu komið úr einangrun. Talið væri að send yrðu slæm skilaboð með því að flytja þá tímabundið, annan eða báða, í önnur fangelsi. Sagðist forstjórinn gera sér grein fyrir því að Annþór og Börkur bæru ábyrgð á líkamsárásum í fangelsinu og því væri réttast að þeir yrðu báðir vistaðir á öryggisgangi. Þannig yrðu þeim send skýr skilaboð um að svona háttsemi yrði ekki liðin. Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þann 16. maí 2012 hafi lögreglufulltrúi svo sent lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Fangelsismálastofnunar tölvupóst þar sem málefni Barkar voru til umræðu. Lýsti lögreglufulltrúinn því að hann vildi vekja athygli á málefnum Barkar og þeim hótunum sem meðal annars lögreglumenn og fangaverðir hefðu þurft að þola af hans hálfu. Sagði forstjóri Fangelsismálastofnunar í svari til samstarfsmanna að ræða þyrfti málefni Barkar sem fyrst. Daginn eftir umrædd tölvupóstsamskipti, það er 17. maí 2012, lést Sigurður Hólm vegna innvortis blæðinga í klefa sínum skömmu eftir að þeir Börkur og Annþór höfðu verið einir með honum í klefanum í ellefu mínútur. Mikil ógn stafaði af Berki Lögmaður ríkisins rak fyrir dómi að vistun Barkar á öryggisgangi hafi ekki verið ákvörðuð til að tryggja rannsóknarhagsmuni við rannsókn á andláti Sigurðar Hólm, heldur þar sem Börkur hafi sýnt ógnandi hegðun í afplánun og verið grunaður um að hafa beitt samfanga sína ofbeldi, þar á meðal svo alvarlegu að bani hafi hlotist af. Hafi föngum stafað mikil ógn af Berki og ástandið í fangelsinu verið þannig að nánast enginn fangi hafi treyst sér til að vera nálægt þeim Berki og Annþóri. Dómari mat það sem svo að ákvörðun fangelsismálayfirvalda að vista Börk á öryggisgangi hafi átt sér fullnægjandi stoð í þágildandi lögum. Mat hann það sem svo að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður hafi ekki réttlætt þá ákvörðun að vista Börk á öryggisgangi enda hafði það verið til skoðunar um nokkurt skeið, áður en Sigurður fannst látinn í klefa sínum, vegna kvartana frá samföngum, fangavörðum og lögreglufulltrúa. Auk þess hafi dómstólar talið rökstuddan grun vera fyrir hendi um að Börkur hefði átt þátt í tilkomu áverka sem leiddu til dauða Sigurðar. Þá segir í dómnum að ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar í fjölmiðlum, að því marki sem raunverulega var um að ræða ummæli forstjóra en ekki einungis „bollaleggingar blaðamanna“, hafi ekki falið í sér ærumeiðingar. Að teknu tilliti til alls taldi dómari að sýkna bæri íslenska ríkið í málinu. Fangelsismál Dómsmál Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Málið snýr að vistun Barkar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans, Annþór Karlsson, voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga, Sigurð Hólm Sigurðsson, með þeim afleiðingum að hann lést. Voru þeir Börkur og Annþór úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var það að lokum niðurstaða forstöðumanns fangelsisins og forstjóra Fangelsismálastofnunar að vista þá á öryggisgangi í fangelsinu þar sem ekki var talið forsvaranlegt að hafa á þá á almennum gangi þar sem þeir væru taldir hættulegir öðrum. Vistun Barkar á öryggisdeild var ákveðin til þriggja mánaða í senn og framlengd fimm sinnum, að því er fram kemur í dómnum. Börkur og Annþór voru síðar sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa banað Sigurði. Samkomulag var gert milli ríkisins og Barkar um bætur vegna gæsluvarðhaldsins í málinu og hafði hann því ekki uppi kröfur á hendur ríkinu hvað það varðar. Taldi ákvörðunina ólögmæta Börkur byggði kröfu sína nú á því að ákvörðun um vistun hans á öryggisgangi hafi verið ólögmæt sem og aðdragandi hennar og tilhögun. Hafi málsmeðferðarreglum ekki verið gætt og ólögmæt sjónarmið legið að baki ákvörðuninni. Börkur vildi meina að brotið hafi verið gegn óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar, samanber rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Þá hafi reglur um öryggisdeild skort lagastoð og ekki verið tilefni til umræddrar vistunar hans á öryggisgangi. Þá taldi hann forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstöðumann Litla-Hrauns hafa verið vanhæfa til að fjalla um hans mál vegna orða sem þeir höfðu látið falla í fjölmiðlum. Sagði Börkur vistunina hafa reynst honum afar þungbær, þar sem hann taldi yfirvöld hafa brotið verulega á ýmsum réttindum hans. Aðdragandi vistunarinnar Ákvörðun fangelsismálayfirvalda um að vista Börk á öryggisgangi kom meðal annars, að sögn yfurvalda, í kjölfar þess að aðrir fangar hafi talið líf sitt í hættu þar sem Börkur hafi hótað þeim líkamsmeiðingum. Í dómnum segir frá því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi í bréfi til forstöðumanns Litla-Hrauns í apríl 2012 rakið að þeir Börkur og Annþór, sem eru þar kallaðir „ofbeldismenn“, hafi komið af stað auknu ofbeldi í fangelsinu eftir að þeir hefðu komið úr einangrun. Talið væri að send yrðu slæm skilaboð með því að flytja þá tímabundið, annan eða báða, í önnur fangelsi. Sagðist forstjórinn gera sér grein fyrir því að Annþór og Börkur bæru ábyrgð á líkamsárásum í fangelsinu og því væri réttast að þeir yrðu báðir vistaðir á öryggisgangi. Þannig yrðu þeim send skýr skilaboð um að svona háttsemi yrði ekki liðin. Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þann 16. maí 2012 hafi lögreglufulltrúi svo sent lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Fangelsismálastofnunar tölvupóst þar sem málefni Barkar voru til umræðu. Lýsti lögreglufulltrúinn því að hann vildi vekja athygli á málefnum Barkar og þeim hótunum sem meðal annars lögreglumenn og fangaverðir hefðu þurft að þola af hans hálfu. Sagði forstjóri Fangelsismálastofnunar í svari til samstarfsmanna að ræða þyrfti málefni Barkar sem fyrst. Daginn eftir umrædd tölvupóstsamskipti, það er 17. maí 2012, lést Sigurður Hólm vegna innvortis blæðinga í klefa sínum skömmu eftir að þeir Börkur og Annþór höfðu verið einir með honum í klefanum í ellefu mínútur. Mikil ógn stafaði af Berki Lögmaður ríkisins rak fyrir dómi að vistun Barkar á öryggisgangi hafi ekki verið ákvörðuð til að tryggja rannsóknarhagsmuni við rannsókn á andláti Sigurðar Hólm, heldur þar sem Börkur hafi sýnt ógnandi hegðun í afplánun og verið grunaður um að hafa beitt samfanga sína ofbeldi, þar á meðal svo alvarlegu að bani hafi hlotist af. Hafi föngum stafað mikil ógn af Berki og ástandið í fangelsinu verið þannig að nánast enginn fangi hafi treyst sér til að vera nálægt þeim Berki og Annþóri. Dómari mat það sem svo að ákvörðun fangelsismálayfirvalda að vista Börk á öryggisgangi hafi átt sér fullnægjandi stoð í þágildandi lögum. Mat hann það sem svo að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður hafi ekki réttlætt þá ákvörðun að vista Börk á öryggisgangi enda hafði það verið til skoðunar um nokkurt skeið, áður en Sigurður fannst látinn í klefa sínum, vegna kvartana frá samföngum, fangavörðum og lögreglufulltrúa. Auk þess hafi dómstólar talið rökstuddan grun vera fyrir hendi um að Börkur hefði átt þátt í tilkomu áverka sem leiddu til dauða Sigurðar. Þá segir í dómnum að ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar í fjölmiðlum, að því marki sem raunverulega var um að ræða ummæli forstjóra en ekki einungis „bollaleggingar blaðamanna“, hafi ekki falið í sér ærumeiðingar. Að teknu tilliti til alls taldi dómari að sýkna bæri íslenska ríkið í málinu.
Fangelsismál Dómsmál Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira