Katrín Tanja: Þú á móti þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á verðlaunapallinum á síðustu heimsleikum. Instagram/@crossfitgames Það þarf rétta hugarfarið til að njóta þess að keppa þegar ljósin eru skærust. Ein af þeim sem er með það á hreinu er íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð Sjá meira