Diego Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tveimur vikum eftir að hafa verið útskrifaður af spítala eftir vel heppnaða heilaaðgerð.
Saksóknari í Argentínu er að rannsaka það hvort um vanrækslu eða gáleysi hafi verið að ræða í meðferð Maradona eftir að hann yfirgaf sjúkrahúsið.
La Justicia argentina agregó este #8Feb a la investigación por las causas de la muerte de Maradona al psicólogo Carlos Díaz, que trató al jugador en los meses previos a su muerte, y a dos enfermeros, Dahiana Gisela Madrid y Ricardo Almirón, según confirmaron a Efe fuentes. pic.twitter.com/k7c0ITrVNs
— Diario Panorama (@diariopanorama) February 9, 2021
Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina, og sjúkraþjálfarinn Agustina Cosachov, sem var hjá Maradona þegar hann lést, hafa báðir sætt rannsókn en meðal annars var leitað inn á heimili þeirra og skrifstofu.
Sálfræðingurinn Carlos Diaz, sem meðhöndlaði Maradona síðustu mánuðina fyrir andlátið og hjúkrunarfræðingarnir Dahiana Gisela Madrid og Ricardo Almiron eru núna líka komin í hóp þeirra sem eru grunuð um að bera ábyrgð á dauða Maradona.
Morte #Maradona, spuntano tre nuovi imputati per omicidio colposo
— il Napolista (@napolista) February 9, 2021
Si tratta di Carlos Diaz, lo psicologo che aveva in cura Diego a settembre e di Ricardo Almiron e Dahiana Gisela Madrid, i due infermieri che si alternavano nell abitazione di Diego https://t.co/GUWhHLGSDY pic.twitter.com/DtM8SBdDvM
Lögfræðingur Maradona, Matias Morla, krafist þess stuttu eftir andlátið að það færi fram full rannsókn á láti Maradona. Elstu dætur Maradona, Dalma og Giannina, segja að Morla og Leopoldo Luque læknir beri ábyrgðina en Morla réð Luque til starfa.
Argentínskir fjölmiðlar hafa fjallað um það að Maradona hafi ekki fengið þá meðferð sem hann þurfti á að halda eftir aðgerðina. Þess í stað hafi fólkið sem átti að sjá um hann fært honum áfengi og marijúana.
Maradona var þó hvorki með áfengi eða eiturlyf í líkamanum þegar hann lést.