Misskilningur hjá Menntasjóði námsmanna Kristófer Már Maronsson skrifar 10. febrúar 2021 11:30 Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð. Ég held að flestir geti svarað því hvað þeir eru með í laun á mánuði en talsvert færri gætu þulið upp hver skattstofninn þeirra er fyrr en þeir sjá hann á skattframtali næsta árs. Hið raunverulega frítekjumark, þar sem ekki þarf að taka tillit til iðgjalda í lífeyrissjóð eða séreignasparnaðs, er því 1.420.833 kr. í laun samkvæmt launaseðli ef ekki er greitt í séreignasparnað, en 1.482.609 kr. ef greitt er 4% viðbótariðgjald í séreignasparnað. Skattstofn þessi er lægri en sem nemur skattleysismörkum og því ætti námsmaður hvorki að þurfa að greiða tekjuskatt né útsvar á árinu, en er það raunin? Hvað situr eftir af sumarlaununum? Gefum okkur þær forsendur að Bjarni starfi frá 10. maí - 30. ágúst ár hvert og heildarlaun með orlofi séu 1.482.608 kr. sem dreifast jafnt á mánuði eftir starfshlutfalli. Bjarni er skynsamur og greiðir ekki í stéttarfélag, þar sem hann öðlast almennt ekki réttindi á svo stuttum tíma og vill fá sem mest í vasann til að halda sér uppi meðfram skóla. Hann greiðir hinsvegar 4% í séreignasparnað. Í töflunni má sjá hvernig líklegt er að útborguð laun séu hjá Bjarna yfir sumarið. Samkvæmt þessu dæmi væru ráðstöfunartekjur Bjarna 1.336.876 kr., en ekki 1.364.000 kr. Þó ber að nefna að árið eftir, þegar búið er að fara yfir skattframtal, fengi Bjarni muninn á tekjuskatti og ónýttum persónuafslætti endurgreiddan. Sá peningur verður hinsvegar partur af ráðstöfunartekjum næsta árs, en ekki þessa árs. Þessi ráðstöfun persónuafsláttar í dæminu miðast við eðlilega uppsöfnun hans og að Bjarni átti sig ekki á að biðja launagreiðanda að nýta persónuafslátt sem alla jafna er nýttur í september - desember vegna þess að hann ætli ekki að vinna á því tímabili. En er frítekjumarkið réttlætanlegt? Mín skoðun hefur lengi verið sú að frítekjumark námsstuðnings sé ekki réttlætanlegt. Markmið laga um Menntasjóð námsmanna að tryggja þeim sem undir lögin falla tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti. Það skýtur því í mínum huga skökku við að námsstuðningur taki tillit til efnahags með tilveru frítekjumarks. Máli mínu til frekari stuðnings vil ég taka dæmi. Bjarni á tvíburasystir sem heitir Lilja og þau stunda nú sama nám við Háskóla Íslands auk þess að búa hlið við hlið á stúdentagörðunum. Bæði sinna þau náminu samviskusamlega frá kl 8:00 - 16:00 alla virka daga enda er skóli ígildi fullrar vinnu, sem dugir þeim til þess að standast alla áfanga. Seinnipartinn auk helganna hafa þau hinsvegar fyrir sjálf sig og kjósa að eyða þeim tíma á mismunandi hátt. Bjarni er mikil félagsvera og lifir til þess að njóta, hann tekur virkan þátt í félagslífinu, mætir í allar vísindaferðir og er duglegur að djamma þangað til ljósin kvikna á morgnana. Lilju langar hins vegar að kaupa sér íbúð sem fyrst og er dugleg að vinna með skóla. Hún fer því ekki í eins margar vísindaferðir og bróðir sinn en fer þó þegar hún getur, en fer yfirleitt ekki á djammið. Hún vinnur nokkur kvöld í viku auk þess að vinna aðra hvora helgi og taka eins margar aukavaktir og hún getur, enda tímakaupið í kvöld- og helgarvinnu talsvert betra en í dagvinnu og hún fær kvöldmat í vinnunni sem lækkar matarkostnað hennar. Reglulega mætir hún bróður sínum snemma á laugardagsmorgnum, hún á leið í vinnu en hann í rúmið. Á sumrin vinna þau svo hjá sama fyrirtækinu, en Lilja er á hærri launum en Bjarni, bæði af því að hún er gerð að vaktstjóra á sumrin og hún fær hærri taxta vegna starfsaldurs hjá fyrirtækinu. Þau systkini eru því keimlík að flestu leyti nema þegar kemur að lífsákvörðunum og ríkisstuðningi. Ríkið styður vel við bakið á Bjarna, enda fer hann ekki yfir frítekjumark Menntasjóðsins í sumarvinnu sinni og fær full námslán á góðum vaxtakjörum auk 30% niðurfellingu á lánsfjárhæðinni þegar hann klárar námið. Dugnaðarforkurinn hún Lilja fær hinsvegar ekki krónu í stuðning frá Menntasjóðnum, hvorki lán né styrk, þar sem hún kýs að eyða sínum tíma í vinnu en ekki eitthvað annað og hefur of háar tekjur. Menntasjóðurinn á ekki að skipta sér að því hvað námsmenn ákveða að gera við frítíma sinn, ef þeir sinna náminu og standast þær kröfur sem gerðar eru til þess að fá stuðning frá Menntasjóðnum. Menntasjóðurinn tekur sömuleiðis ekki tillit til mismunandi aðstæðna fólks, t.d. vegna óviðráðanlegs kostnaðar sem lendir á einum námsmanni en ekki öðrum sem gerir það að verkum að námsmenn með sömu grunnútgjöld eru ekki með sömu heildarútgjöld, t.d. vegna læknis- eða lyfjakostnaðar. Annar þarf þá að vinna meira en hinn til þess að bæta það upp. Það er löngu kominn tími á að fjarlægja frítekjumarkið og styðja jafnt við bakið einstaklingum sem búa við sambærilegar aðstæður en kjósa að eyða tímanum sínum á mismunandi hátt. Ég skora á stjórn Menntasjóðsins að taka frítekjumarkið út við gerð næstu úthlutunarreglna. Höfundur stundar nám við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Hagsmunir stúdenta Skattar og tollar Kristófer Már Maronsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hið fræga frítekjumark námsstuðnings hefur í mörg ár verið deiluefni milli námsmanna og ríkisins. Tekjur námsmanns (sem eru skilgreind sem skattstofn í úthlutunarreglum) skerðir framfærslustuðning um 45% fyrir hverja krónu umfram frítekjumark. Frítekjumark skólaársins 2020-2021 er 1.364.000 krónur sem er að vissu leyti ruglandi fjárhæð. Ég held að flestir geti svarað því hvað þeir eru með í laun á mánuði en talsvert færri gætu þulið upp hver skattstofninn þeirra er fyrr en þeir sjá hann á skattframtali næsta árs. Hið raunverulega frítekjumark, þar sem ekki þarf að taka tillit til iðgjalda í lífeyrissjóð eða séreignasparnaðs, er því 1.420.833 kr. í laun samkvæmt launaseðli ef ekki er greitt í séreignasparnað, en 1.482.609 kr. ef greitt er 4% viðbótariðgjald í séreignasparnað. Skattstofn þessi er lægri en sem nemur skattleysismörkum og því ætti námsmaður hvorki að þurfa að greiða tekjuskatt né útsvar á árinu, en er það raunin? Hvað situr eftir af sumarlaununum? Gefum okkur þær forsendur að Bjarni starfi frá 10. maí - 30. ágúst ár hvert og heildarlaun með orlofi séu 1.482.608 kr. sem dreifast jafnt á mánuði eftir starfshlutfalli. Bjarni er skynsamur og greiðir ekki í stéttarfélag, þar sem hann öðlast almennt ekki réttindi á svo stuttum tíma og vill fá sem mest í vasann til að halda sér uppi meðfram skóla. Hann greiðir hinsvegar 4% í séreignasparnað. Í töflunni má sjá hvernig líklegt er að útborguð laun séu hjá Bjarna yfir sumarið. Samkvæmt þessu dæmi væru ráðstöfunartekjur Bjarna 1.336.876 kr., en ekki 1.364.000 kr. Þó ber að nefna að árið eftir, þegar búið er að fara yfir skattframtal, fengi Bjarni muninn á tekjuskatti og ónýttum persónuafslætti endurgreiddan. Sá peningur verður hinsvegar partur af ráðstöfunartekjum næsta árs, en ekki þessa árs. Þessi ráðstöfun persónuafsláttar í dæminu miðast við eðlilega uppsöfnun hans og að Bjarni átti sig ekki á að biðja launagreiðanda að nýta persónuafslátt sem alla jafna er nýttur í september - desember vegna þess að hann ætli ekki að vinna á því tímabili. En er frítekjumarkið réttlætanlegt? Mín skoðun hefur lengi verið sú að frítekjumark námsstuðnings sé ekki réttlætanlegt. Markmið laga um Menntasjóð námsmanna að tryggja þeim sem undir lögin falla tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti. Það skýtur því í mínum huga skökku við að námsstuðningur taki tillit til efnahags með tilveru frítekjumarks. Máli mínu til frekari stuðnings vil ég taka dæmi. Bjarni á tvíburasystir sem heitir Lilja og þau stunda nú sama nám við Háskóla Íslands auk þess að búa hlið við hlið á stúdentagörðunum. Bæði sinna þau náminu samviskusamlega frá kl 8:00 - 16:00 alla virka daga enda er skóli ígildi fullrar vinnu, sem dugir þeim til þess að standast alla áfanga. Seinnipartinn auk helganna hafa þau hinsvegar fyrir sjálf sig og kjósa að eyða þeim tíma á mismunandi hátt. Bjarni er mikil félagsvera og lifir til þess að njóta, hann tekur virkan þátt í félagslífinu, mætir í allar vísindaferðir og er duglegur að djamma þangað til ljósin kvikna á morgnana. Lilju langar hins vegar að kaupa sér íbúð sem fyrst og er dugleg að vinna með skóla. Hún fer því ekki í eins margar vísindaferðir og bróðir sinn en fer þó þegar hún getur, en fer yfirleitt ekki á djammið. Hún vinnur nokkur kvöld í viku auk þess að vinna aðra hvora helgi og taka eins margar aukavaktir og hún getur, enda tímakaupið í kvöld- og helgarvinnu talsvert betra en í dagvinnu og hún fær kvöldmat í vinnunni sem lækkar matarkostnað hennar. Reglulega mætir hún bróður sínum snemma á laugardagsmorgnum, hún á leið í vinnu en hann í rúmið. Á sumrin vinna þau svo hjá sama fyrirtækinu, en Lilja er á hærri launum en Bjarni, bæði af því að hún er gerð að vaktstjóra á sumrin og hún fær hærri taxta vegna starfsaldurs hjá fyrirtækinu. Þau systkini eru því keimlík að flestu leyti nema þegar kemur að lífsákvörðunum og ríkisstuðningi. Ríkið styður vel við bakið á Bjarna, enda fer hann ekki yfir frítekjumark Menntasjóðsins í sumarvinnu sinni og fær full námslán á góðum vaxtakjörum auk 30% niðurfellingu á lánsfjárhæðinni þegar hann klárar námið. Dugnaðarforkurinn hún Lilja fær hinsvegar ekki krónu í stuðning frá Menntasjóðnum, hvorki lán né styrk, þar sem hún kýs að eyða sínum tíma í vinnu en ekki eitthvað annað og hefur of háar tekjur. Menntasjóðurinn á ekki að skipta sér að því hvað námsmenn ákveða að gera við frítíma sinn, ef þeir sinna náminu og standast þær kröfur sem gerðar eru til þess að fá stuðning frá Menntasjóðnum. Menntasjóðurinn tekur sömuleiðis ekki tillit til mismunandi aðstæðna fólks, t.d. vegna óviðráðanlegs kostnaðar sem lendir á einum námsmanni en ekki öðrum sem gerir það að verkum að námsmenn með sömu grunnútgjöld eru ekki með sömu heildarútgjöld, t.d. vegna læknis- eða lyfjakostnaðar. Annar þarf þá að vinna meira en hinn til þess að bæta það upp. Það er löngu kominn tími á að fjarlægja frítekjumarkið og styðja jafnt við bakið einstaklingum sem búa við sambærilegar aðstæður en kjósa að eyða tímanum sínum á mismunandi hátt. Ég skora á stjórn Menntasjóðsins að taka frítekjumarkið út við gerð næstu úthlutunarreglna. Höfundur stundar nám við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun