Swansea engin fyrirstaða fyrir sterkt lið City Anton Ingi Leifsson skrifar 10. febrúar 2021 19:21 Jesus skoraði eitt af þremur mörkum City í kvöld. Nick Potts/Getty Manchester City er komið í átta liða úrslit enska bikarsins eftir 3-1 sigur á B-deildarliðinu Swansea er liðin mættust í Wales í kvöld. City stillti upp sterku liði, eins og Pep Guardiola gerir venjulega í enska bikarnum, en Spánverjinn ber mikla virðingu fyrir þeirri elstu og virtustu, eins og hún er oft kölluð. Your City team to face the Swans! 💪XI | Steffen, Walker, Garcia, Laporte, Mendy, Rodrigo, Gundogan, Bernardo, Torres, Sterling (C), JesusSUBS | Ederson, Stones, Zinchenko, Mahrez, Cancelo, Foden, Doyle, Gomes, Bernabe⚽️ @HaysWorldwide 🔷 #ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/c87oXKtJDY— Manchester City (@ManCity) February 10, 2021 Fyrirgjöf Kyle Walker eftir hálftíma leik varð að fyrsta marki leiksins. Bæði Fernan Torres og Gabriel Jesus reyndu að slæma fæti í boltann en inn fór boltinn. Þannig stóðu leikar í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Raheem Sterling forystuna eftir góða sendingu Rodri. Fjallið sem Swanesa þurfti að klífa varð enn hærra á 49. mínútu er Gabriel Jesus kom City í 3-0. Bernardo Silva skallaði boltann fyrir fætur Brassans sem skoraði. Swansea klóraði þó í bakkann þrettán mínútum fyrir leikslok er hinn tvítugi Morgan Whittaker skoraði með glæsilegu skoti. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið en lokatölur 3-1. A sweet first goal for @SwansOfficial 🤩Morgan Whittaker fires!#EmiratesFACup pic.twitter.com/rIUlRflI2S— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 City er því komið í átta liða úrslitin ásamt Man. United og Burnley sem tryggðu sér sæti í gær. Í kvöld eru svo þrír aðrir leikir; Leicester gegn Brighton, Sheffield United gegn Bristol og Everton gegn Tottenham. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með leikjum Wolves og Southampton annars vegar og Barnsley og Chelsea hins vegar. 🔥@ManCity's last 15 games in all comps:1⃣5⃣ wins4⃣0⃣ goals scored1⃣0⃣ clean sheets5⃣ goals conceded🙌 pic.twitter.com/PM1BkqlSFN— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 10, 2021 Enski boltinn
Manchester City er komið í átta liða úrslit enska bikarsins eftir 3-1 sigur á B-deildarliðinu Swansea er liðin mættust í Wales í kvöld. City stillti upp sterku liði, eins og Pep Guardiola gerir venjulega í enska bikarnum, en Spánverjinn ber mikla virðingu fyrir þeirri elstu og virtustu, eins og hún er oft kölluð. Your City team to face the Swans! 💪XI | Steffen, Walker, Garcia, Laporte, Mendy, Rodrigo, Gundogan, Bernardo, Torres, Sterling (C), JesusSUBS | Ederson, Stones, Zinchenko, Mahrez, Cancelo, Foden, Doyle, Gomes, Bernabe⚽️ @HaysWorldwide 🔷 #ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/c87oXKtJDY— Manchester City (@ManCity) February 10, 2021 Fyrirgjöf Kyle Walker eftir hálftíma leik varð að fyrsta marki leiksins. Bæði Fernan Torres og Gabriel Jesus reyndu að slæma fæti í boltann en inn fór boltinn. Þannig stóðu leikar í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Raheem Sterling forystuna eftir góða sendingu Rodri. Fjallið sem Swanesa þurfti að klífa varð enn hærra á 49. mínútu er Gabriel Jesus kom City í 3-0. Bernardo Silva skallaði boltann fyrir fætur Brassans sem skoraði. Swansea klóraði þó í bakkann þrettán mínútum fyrir leikslok er hinn tvítugi Morgan Whittaker skoraði með glæsilegu skoti. Þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið en lokatölur 3-1. A sweet first goal for @SwansOfficial 🤩Morgan Whittaker fires!#EmiratesFACup pic.twitter.com/rIUlRflI2S— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 10, 2021 City er því komið í átta liða úrslitin ásamt Man. United og Burnley sem tryggðu sér sæti í gær. Í kvöld eru svo þrír aðrir leikir; Leicester gegn Brighton, Sheffield United gegn Bristol og Everton gegn Tottenham. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með leikjum Wolves og Southampton annars vegar og Barnsley og Chelsea hins vegar. 🔥@ManCity's last 15 games in all comps:1⃣5⃣ wins4⃣0⃣ goals scored1⃣0⃣ clean sheets5⃣ goals conceded🙌 pic.twitter.com/PM1BkqlSFN— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 10, 2021