Sumir eru vísir, en aðrir eru öðruvísi: Að öðlast meira vit eftir Covid Davíð Egilsson skrifar 12. febrúar 2021 07:01 Það reynist mörgum erfitt að fóta sig í kvikum heimi þar sem aðstæður, umhverfi, staða og þar af leiðandi framtíðahorfur breytast með ógnarhraða. Sumt sem áður var talið öruggt og nánast gulltryggt, er það ekki lengur, eins og dæmið með Covid sannar. Stjórnvöld þurfa oft að velja hratt um leiðir til að bregðast við. Þegar þannig háttar þarf að hafa góða yfirsýn, enda er það oft svo við val á einni leið geta komið fram neikvæð áhrif annars staðar í ferlinu sem ekki voru séð fyrir. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir að hafa glögga yfirsýn. Eðlilega eru margar leiðir að því marki, en sú einfaldasta og oftast árangursríkasta er að safna saman tímaröðum um ákveðna þætti samfélagsins svokallaða vísa – og fá hóp aðila með breiða þekkingu til skoða orsakavalda og samhengið milli þeirra. Í framhaldinu er unnt að velja ákveðna vísa úr og fylgjast með þeim mun þéttar sem eins konar mælaborð við mat á þróun. Hér að neðan verður fjallað um umhverfisvísa sem gefnir voru út árið 2004 og gætu verið ákveðin fyrirmynd– en síðan varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki þurfi fljótlega að ráðast í mun víðtækari gagnasöfnun og greiningarvinnu til að meta áhrif COVID og draga lærdóm af. Umhverfisvísar Umhverfisstofnun hafði árið 2004 frumkvæði að því að draga saman gögn um nokkra þá vísa sem hugsanlega kunna að hjálpa okkur Íslendingum við að meta hver staðan er í umhverfismálum og hvert stefnir. Unnt er að nálgast vísana í sinni upprunalegu mynd hér. Á þeim tíma var viðfangsefninu skipt niður í 14 aðgreinda kafla: Almennar upplýsingar, Andrúmsloft, Loftslagsbreytingar , Ósonlagið, Vatn, ‚Úrgangur, Öryggi matvæla. Líffræðilegur fjölbreytileiki, Landbúnaður, Fiskveiðar og fiskeldi, Orka og orkunotkun, Samgöngur, Ferðaþjónusta og Samhengi umhverfisvísa og hagtalna. Kjarninn í umfjöllun hvers vísir var graf sem sýndi þróun yfir nokkur ár. Grafinu fylgdu stuttar skýringar sem bentu á hvað vísinn væri að sýna. Textinn var yfirleitt ekki yfir 8 – 10 línur. Með þessu fékkst nokkuð góð yfirsýn yfir þróun og stöðu mála. Við að horfa á vísana var unnt, a.m.k. að einhverju marki að geta sér til hvert var að stefna. Í að fararorðum að útgáfunni árið 2004 segir meðal annars Maðurinn hefur frá örófi alda verið að leita að aðferðum til að auðvelda sér fæðuöflun og bæta lífsskilyrði sín. Með aukinni tækniþekkingu hefur honum veist það sífellt auðveldara. Það er nánast óumdeilt að veldisvöxtur hefur verið í nýtingu náttúruauðlinda frá tæknibyltingunni og fram til dagsins í dag og hefur það vissulega bætt lífskjör í tæknivæddum samfélögum. Það fer hins vegar ekki hjá því að með vaxandi auðlindanýtingu hafa margs konar áhrif farið að koma í fram í umhverfinu og næsta ljóst að mörg þeirra eiga beinlínis rætur sínar að rekja til athafna mannsins. Sum þessara áhrifa geta ógnað heilsu mannsins beint og eru til að mynda umhverfistengdar matarsýkingar dæmi um slíkt meðan önnur áhrif eru afstæðari og á tíðum umdeildari eins og takmarkað aðgengi fólks að ósnortinni náttúru. Nútímasamfélagið hefur brugðist við þessu aukna álagi sem stafar af aukinni tækniþróun og verkþekkingu t.d. með því að setja sér þá stefnu að takmarka eða banna ýmsa starfsemi, takmarka eða banna aðgengi að sumum svæðum og setja mörk á losun tiltekinna efna út í umhverfið eða banna slíkt alveg. Markviss lausn viðfangsefna, sem þarf að leysa, grundvallast jafnan á þremur megin þáttum sem eru órofatengdir; stefnu, eftirfylgni við stefnuna og mælingu á árangri aðgerða. Þegar verið er að meta árangur slíkra aðgerða verður að hafa í huga að áhrif athafnanna birtast í mjög mismunandi myndum. Bein áhrif eru t.d. tilvist hinna mengandi efna PCB eða DDT í umhverfinu. Önnur geta verið annað hvort hluti af náttúrulegum breytileika eða vegna athafna mannsins t.d. breytilegt hitastig. Enn fremur kunna sum áhrif að koma fram sem eins konar aukaafurð ákvörðunar um nýtingu t.d. hefur aukinn þorskstofn þau áhrif að rækjustofn minnkar. Vandinn í hnotskurn er sá að áhrifin sem er verið að mæla eru að koma fram í síbreytilegu umhverfi og mjög oft erfitt að greina manngerð áhrif fá náttúrulegum breytileika, þannig að matið á árangri aðgerða og stöðu er oft óljós. Nánar er fjallað um mikilvægi þess að taka ekki einstaka vísa úr samhengi við aðra þróun í lokaorðum greinarinnar. Hugmyndin var að gefa umhverfisvísana út á um það bil fimm ára fresti svo unnt væri að fylgjast með þróun í umhverfinu og skapa aðhald. Ekki varð af frekar útgáfu vegna ástæðna sem eru þessu viðfangsefni óviðkomandi. Hitt er annað að þörf á slíkum vísum er afar rík ef ætlunin er að vinna skipulega að framgangi mála. Ég tel afar mikilsvert að uppfæra þessa vísa í heild sinni í svipaðri mynd og gert var 2004 og endurgefa þá út. Það myndi auðvelda stjórnvöldum mat á því hvar samfélaginu hefur miðað áfram í umhverfismálum og hvar megi bæta úr. Þar mætti bæta við öðrum atriðum sem hafa fengið aukna athygli eins og til dæmis hlutfall vistvænna orkugjafa í samgöngum o.s.frv. Að öðlast meira vit eftir COVID Raunar hef ég lengi talið full ástæða væri til að útvíkka þetta form umhverfisvísa yfir á lýðheilsu og aðra samfélagsþætti þar sem umhverfismál og samfélagsleg hegðun er svo samtvinnuð. Til að mynda væri að afar fróðlegt að sjá aðrar breytur í samfélaginu settar fram á sama hátt, t.d. þróun í: meðalhæð og BMI (Body Mass Index) stuðli barna og fullorðinna við ákveðið aldursbil, tölvu- og farsímanotkun, fæðingatíðni, heilsufarsupplýsingar, hlutfall útskrifaðra á mismunandi skólastigum, samgöngumáta, komu ferðamanna til landsins, fjarvinnu og margt, margt fleira. Greining á samspili þessara þátta ætti að vera enn meira aðkallandi vegna COVID faraldursins sem hefur haft áhrif um allt samfélagið. Þess vegna væri ráðlegt að ganga fljótt til verka og hefja í slíka greiningarvinnu. Við slíka vinnu væri það hlutverk þeirra sem hafa sérþekkingu á hverju sviði að velja þá vísa sem þeir telja lýsandi og fylgja þeim úr hlaði með umræðu í svipaða veru og var í hinum upprunalegu umhverfisvísum. Í formála upphaflegu útgáfunnar um umhverfisvísana var áréttað að það er varhugavert að taka einstaka vísa úr samhengi heldur yrði að skoða þá í samræmi við aðra þróun í samfélaginu. Þarna er um að ræða gögn sem fengin eru með ýmsum hætti, eru misnákvæm og eru hver um sig að endurspegla tiltekinn hlutveruleika. Það er reynsla margra að best yfirsýn fáist þegar hópur fólks með mismunandi bakgrunn fer sameiginlega yfir slík gögn. Þess vegna er ekki ólíklegt að unnt væri að ná betri skilningi hvað er að gerast og hvernig heppilegast er að bregðast við þegar mismunandi vísar eru bornir saman af hópi þar til bærra einstaklinga sem hafa mismunandi bakgrunn. Þessum hópi yrði falið að fara yfir ástæður breytinga einstakra vísa, hugsanlegt orsakasamhengi við aðra þætti og á endanum hvernig er heppilegast að bregðast við. Væntanlega myndu Covid áhrifin sjást vel á mörgum vísanna og það getur verið lærdómsríkt að meta þegar fram í sækir hvort langtímaáhrifin verði merkjanleg á tilteknum sviðum og eins að meta hvað skal látið kyrrt liggja og hvar skal grípa inn í. Höfundur hefuer starfað að umhverfismálum um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það reynist mörgum erfitt að fóta sig í kvikum heimi þar sem aðstæður, umhverfi, staða og þar af leiðandi framtíðahorfur breytast með ógnarhraða. Sumt sem áður var talið öruggt og nánast gulltryggt, er það ekki lengur, eins og dæmið með Covid sannar. Stjórnvöld þurfa oft að velja hratt um leiðir til að bregðast við. Þegar þannig háttar þarf að hafa góða yfirsýn, enda er það oft svo við val á einni leið geta komið fram neikvæð áhrif annars staðar í ferlinu sem ekki voru séð fyrir. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir að hafa glögga yfirsýn. Eðlilega eru margar leiðir að því marki, en sú einfaldasta og oftast árangursríkasta er að safna saman tímaröðum um ákveðna þætti samfélagsins svokallaða vísa – og fá hóp aðila með breiða þekkingu til skoða orsakavalda og samhengið milli þeirra. Í framhaldinu er unnt að velja ákveðna vísa úr og fylgjast með þeim mun þéttar sem eins konar mælaborð við mat á þróun. Hér að neðan verður fjallað um umhverfisvísa sem gefnir voru út árið 2004 og gætu verið ákveðin fyrirmynd– en síðan varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki þurfi fljótlega að ráðast í mun víðtækari gagnasöfnun og greiningarvinnu til að meta áhrif COVID og draga lærdóm af. Umhverfisvísar Umhverfisstofnun hafði árið 2004 frumkvæði að því að draga saman gögn um nokkra þá vísa sem hugsanlega kunna að hjálpa okkur Íslendingum við að meta hver staðan er í umhverfismálum og hvert stefnir. Unnt er að nálgast vísana í sinni upprunalegu mynd hér. Á þeim tíma var viðfangsefninu skipt niður í 14 aðgreinda kafla: Almennar upplýsingar, Andrúmsloft, Loftslagsbreytingar , Ósonlagið, Vatn, ‚Úrgangur, Öryggi matvæla. Líffræðilegur fjölbreytileiki, Landbúnaður, Fiskveiðar og fiskeldi, Orka og orkunotkun, Samgöngur, Ferðaþjónusta og Samhengi umhverfisvísa og hagtalna. Kjarninn í umfjöllun hvers vísir var graf sem sýndi þróun yfir nokkur ár. Grafinu fylgdu stuttar skýringar sem bentu á hvað vísinn væri að sýna. Textinn var yfirleitt ekki yfir 8 – 10 línur. Með þessu fékkst nokkuð góð yfirsýn yfir þróun og stöðu mála. Við að horfa á vísana var unnt, a.m.k. að einhverju marki að geta sér til hvert var að stefna. Í að fararorðum að útgáfunni árið 2004 segir meðal annars Maðurinn hefur frá örófi alda verið að leita að aðferðum til að auðvelda sér fæðuöflun og bæta lífsskilyrði sín. Með aukinni tækniþekkingu hefur honum veist það sífellt auðveldara. Það er nánast óumdeilt að veldisvöxtur hefur verið í nýtingu náttúruauðlinda frá tæknibyltingunni og fram til dagsins í dag og hefur það vissulega bætt lífskjör í tæknivæddum samfélögum. Það fer hins vegar ekki hjá því að með vaxandi auðlindanýtingu hafa margs konar áhrif farið að koma í fram í umhverfinu og næsta ljóst að mörg þeirra eiga beinlínis rætur sínar að rekja til athafna mannsins. Sum þessara áhrifa geta ógnað heilsu mannsins beint og eru til að mynda umhverfistengdar matarsýkingar dæmi um slíkt meðan önnur áhrif eru afstæðari og á tíðum umdeildari eins og takmarkað aðgengi fólks að ósnortinni náttúru. Nútímasamfélagið hefur brugðist við þessu aukna álagi sem stafar af aukinni tækniþróun og verkþekkingu t.d. með því að setja sér þá stefnu að takmarka eða banna ýmsa starfsemi, takmarka eða banna aðgengi að sumum svæðum og setja mörk á losun tiltekinna efna út í umhverfið eða banna slíkt alveg. Markviss lausn viðfangsefna, sem þarf að leysa, grundvallast jafnan á þremur megin þáttum sem eru órofatengdir; stefnu, eftirfylgni við stefnuna og mælingu á árangri aðgerða. Þegar verið er að meta árangur slíkra aðgerða verður að hafa í huga að áhrif athafnanna birtast í mjög mismunandi myndum. Bein áhrif eru t.d. tilvist hinna mengandi efna PCB eða DDT í umhverfinu. Önnur geta verið annað hvort hluti af náttúrulegum breytileika eða vegna athafna mannsins t.d. breytilegt hitastig. Enn fremur kunna sum áhrif að koma fram sem eins konar aukaafurð ákvörðunar um nýtingu t.d. hefur aukinn þorskstofn þau áhrif að rækjustofn minnkar. Vandinn í hnotskurn er sá að áhrifin sem er verið að mæla eru að koma fram í síbreytilegu umhverfi og mjög oft erfitt að greina manngerð áhrif fá náttúrulegum breytileika, þannig að matið á árangri aðgerða og stöðu er oft óljós. Nánar er fjallað um mikilvægi þess að taka ekki einstaka vísa úr samhengi við aðra þróun í lokaorðum greinarinnar. Hugmyndin var að gefa umhverfisvísana út á um það bil fimm ára fresti svo unnt væri að fylgjast með þróun í umhverfinu og skapa aðhald. Ekki varð af frekar útgáfu vegna ástæðna sem eru þessu viðfangsefni óviðkomandi. Hitt er annað að þörf á slíkum vísum er afar rík ef ætlunin er að vinna skipulega að framgangi mála. Ég tel afar mikilsvert að uppfæra þessa vísa í heild sinni í svipaðri mynd og gert var 2004 og endurgefa þá út. Það myndi auðvelda stjórnvöldum mat á því hvar samfélaginu hefur miðað áfram í umhverfismálum og hvar megi bæta úr. Þar mætti bæta við öðrum atriðum sem hafa fengið aukna athygli eins og til dæmis hlutfall vistvænna orkugjafa í samgöngum o.s.frv. Að öðlast meira vit eftir COVID Raunar hef ég lengi talið full ástæða væri til að útvíkka þetta form umhverfisvísa yfir á lýðheilsu og aðra samfélagsþætti þar sem umhverfismál og samfélagsleg hegðun er svo samtvinnuð. Til að mynda væri að afar fróðlegt að sjá aðrar breytur í samfélaginu settar fram á sama hátt, t.d. þróun í: meðalhæð og BMI (Body Mass Index) stuðli barna og fullorðinna við ákveðið aldursbil, tölvu- og farsímanotkun, fæðingatíðni, heilsufarsupplýsingar, hlutfall útskrifaðra á mismunandi skólastigum, samgöngumáta, komu ferðamanna til landsins, fjarvinnu og margt, margt fleira. Greining á samspili þessara þátta ætti að vera enn meira aðkallandi vegna COVID faraldursins sem hefur haft áhrif um allt samfélagið. Þess vegna væri ráðlegt að ganga fljótt til verka og hefja í slíka greiningarvinnu. Við slíka vinnu væri það hlutverk þeirra sem hafa sérþekkingu á hverju sviði að velja þá vísa sem þeir telja lýsandi og fylgja þeim úr hlaði með umræðu í svipaða veru og var í hinum upprunalegu umhverfisvísum. Í formála upphaflegu útgáfunnar um umhverfisvísana var áréttað að það er varhugavert að taka einstaka vísa úr samhengi heldur yrði að skoða þá í samræmi við aðra þróun í samfélaginu. Þarna er um að ræða gögn sem fengin eru með ýmsum hætti, eru misnákvæm og eru hver um sig að endurspegla tiltekinn hlutveruleika. Það er reynsla margra að best yfirsýn fáist þegar hópur fólks með mismunandi bakgrunn fer sameiginlega yfir slík gögn. Þess vegna er ekki ólíklegt að unnt væri að ná betri skilningi hvað er að gerast og hvernig heppilegast er að bregðast við þegar mismunandi vísar eru bornir saman af hópi þar til bærra einstaklinga sem hafa mismunandi bakgrunn. Þessum hópi yrði falið að fara yfir ástæður breytinga einstakra vísa, hugsanlegt orsakasamhengi við aðra þætti og á endanum hvernig er heppilegast að bregðast við. Væntanlega myndu Covid áhrifin sjást vel á mörgum vísanna og það getur verið lærdómsríkt að meta þegar fram í sækir hvort langtímaáhrifin verði merkjanleg á tilteknum sviðum og eins að meta hvað skal látið kyrrt liggja og hvar skal grípa inn í. Höfundur hefuer starfað að umhverfismálum um árabil.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar