Allir í röð! ..eða svona næstum því Heiða Ingimarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 10:00 Það eru margar ástæður fyrir því að ég hef ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Ein sú helsta er að þegar ég kynnti mér flokkinn las ég um grunnstefnu hans en hún lýtur að því að skapa réttlátt samfélag þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta finnst mér mikilvægt, fallegt og þarft. Það sem hefur glatt mig enn meira er að heyra hversu lifandi þessi orðræða er í starfi flokksins. Þegar fólk kemur saman og ræðir málefni og stefnur er gjarnan gripið í þessi orð og þau mátuð við það sem fram fer. Undanfarið hefur Viðreisn verið að fjalla um hvernig megi útrýma biðlistum. Ég hef rætt þetta við mína nánustu og þar er óbeit á öllu sem heitir einka eitthvað. Það má ekki minnast á að nokkur hjálp fáist frá því frábæra fagfólki sem við eigum til ef það er ekki í gegnum opinbera kerfið. Ég skil hræðsluna. Ég skil það sem fólk er að setja sig á móti. Það er á móti því að hér skapist elítukerfi. Þau eru á móti því að Hannes forstjóri komist beint í þá þjónustu sem hann vill því hann á nóg af peningum en að Gulli skólaliði þurfi að bíða í fleiri mánuði eftir sömu þjónustu því launin hans duga svo skammt. Málið er samt að eins og staðan er í dag þá er þetta kerfi sem við búum við. Ég get tekið mína nánustu sem dæmi. Yndislegi sonur minn, hæfileikaríki og fyndni fjörkálfurinn minn er í greiningarferli. Sjálfur er hann mjög sáttur við þá framvindu þar sem hann finnur að eirðarleysið truflar hann í skólanum og hann á oft erfitt með einbeitingu. Þetta er samt ekkert mál. Við erum meðvituð um þetta og reynum öll að vinna saman. Ég og kennarinn hans vorum þó sammála því að hann þyrfti að komast í greiningu og fá einhvers konar stuðning áður en þetta færi að hafa áhrif á hann, félagsleg eða námslega. Eftir að við höfðum báðar skilað inn pappírum þar sem við skrifuðum okkar mat á honum, vorum við boðaðar á fund með sálfræðingi frá félagsþjónustunni. Þar ræddum við elsku drenginn minn og hvað hann væri skemmtilegur og klár en að þetta ætti það til að vera honum fjötur um fót. Sálfræðingurinn brosti og sagði: ,,Eftir að hafa lesið gögnin og heyrt ykkur tala um hann þá þarf ég ekki að hitta hann.“ Ég svaraði: ,,Nú jæja, flott...“ En þá var hún fljót að bæta við: ,,...en auðvitað þarf ég þess samt.“ Sem ég vissi og skildi en það sem kom þar á eftir stakk mig. Þanngi er mál með vexti að snillingurinn minn er í 5. bekk og við kennarinn hans ákváðum að drífa í þessari vinnu til þess að þegar hann kæmist á unglingastig væri hann kominn með þann stuðning sem hann þyrfti. Á meðan þessum fundi stóð áttaði ég mig á því það væru hverfandi líkur á því að það myndi gerast. Hann þarf nefnilega að fara í forgreiningu fyrst. Hún er framkvæmd hjá félagsþjónustunni og það er um það bil 15 mánaða bið þar. Þegar sú greining er búin fer hann í greininguna sjálfa og þar er um það bil 12 mánaða bið. Ég spurði hvort það mætti bóka greininguna sjálfa á meðan væri beðið eftir forgreiningunni. Það má ekki. Annað ferlið verður að klárast áður en byrjað er á því næsta. Gott og vel. Þegar ég hváði yfir tímanum sem færi í bið útskýrði sálfræðingurinn þó fyrir mér að ég gæti farið í gegnum þetta með hann á skemmri tíma ef ég færi aðra leið og greiddi fyrir. Það væri þó kostnaðarsamt. Sálfræðingurinn sagði mér að sumir foreldrar færu í forgreiningu hjá félagsmálaþjónustunni og síðan í gegnum einkastofu. Þannig væri ferlið aðeins ódýrara. Þeir sem hefðu hvorki efni á að greiða fyrir greiningu að hluta eða öllu leiti neyddust hinsvegar til þess að bíða í þennan tíma. Það er því alveg á kristaltæru að þarna er þetta margrómaða elítukerfi. Það er við líði núna. Eins og staðan er í dag þá geta börn efnameiri foreldra fengið þá þjónustu sem þau þarfnast strax en þau sem eiga efnaminni foreldra mega bíða og reyna að aðlagast hverjum þeim vanda sem þau standa frammi fyrir á meðan. Þetta er ekki eina dæmið sem ég get gefið ykkur. Unglingsstúlka sem er náin mér tjáði móður sinni að hún væri að glíma við þunglyndi. Móðir hennar fór á Google og athugaði verðið á sálfræðiþjónustu fyrir börn á hennar aldri. Þegar henni mættu verð í kringum 18.000 krónur, hringdi hún í félagsþjónustuna því þarna var svo sannarlega ungmenni sem hún taldi næsta víst að kerfið þyrfti að grípa og halda vel utan um. Eftir samtal við félagsráðgjafa á þjónustumiðstöðinni þar sem móðirin lýsti áhyggjum sínum og vanda stúlkunnar var henni sagt að sálfræðingur væri ekki í boði þar. Hún gæti hins vegar pantað tíma fyrir hana hjá sálfræðingi á heilsugæslustöð. Ferlið til þess er að byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni. Hann svo vonandi vísar stúlkunni áfram til sálfræðings og upplýsir um áætlaðan biðtíma. Biðin á heilsugæslunni getur nefnilega verið töluverð. Þær vona samt ekki. Ef þessi móðir hefði efni á því þá hefði hún rokið til og bókað tíma hjá sálfræðingi á einkastofu um leið enda er fátt sem vekur hjá manni eins miklar áhyggjur og fréttir þess efnis að barnið manns sé að glíma við þunglyndi. Bæði þessi börn standa frammi fyrir því að kerfið sem við búum við í dag setur þau á biðlista. Biðlista sem þau væru ekki á ef foreldrarnir væru nógu efnaðir. Kerfið í dag er einmitt kerfið sem mínir nánustu vilja ekki búa við. Því finnst mér mikilvægt að flokkur eins og Viðreisn, sem boðar breytingar og sem boðar samvinnu kerfa almenningi til hagsbóta, nái flugi. Við þurfum kerfi sem vinna saman. Við þurfum lausnir og við þurfum þær núna en ekki argaþras sem tefur mikilvægar breytingar. Mér finnst mikilvægt að fólk húki ekki á biðlistum því það hefur ekki efni á því að borga sig fram fyrir. Mér finnst líka mikilvægt að fólk hafi val um hvar það sækir sína þjónustu. Mér finnst líka miklvægt að sérfræðingarnir okkar búi við atvinnufrelsi og geti unnið þar sem þeir vilja. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill vinna að frjálslyndi og jafnrétti, réttlátu samfélagi, efnahagslegu jafnvægi og alþjóðlegri samvinnu. Höfundur er foreldri barna á biðlista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að ég hef ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Ein sú helsta er að þegar ég kynnti mér flokkinn las ég um grunnstefnu hans en hún lýtur að því að skapa réttlátt samfélag þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta finnst mér mikilvægt, fallegt og þarft. Það sem hefur glatt mig enn meira er að heyra hversu lifandi þessi orðræða er í starfi flokksins. Þegar fólk kemur saman og ræðir málefni og stefnur er gjarnan gripið í þessi orð og þau mátuð við það sem fram fer. Undanfarið hefur Viðreisn verið að fjalla um hvernig megi útrýma biðlistum. Ég hef rætt þetta við mína nánustu og þar er óbeit á öllu sem heitir einka eitthvað. Það má ekki minnast á að nokkur hjálp fáist frá því frábæra fagfólki sem við eigum til ef það er ekki í gegnum opinbera kerfið. Ég skil hræðsluna. Ég skil það sem fólk er að setja sig á móti. Það er á móti því að hér skapist elítukerfi. Þau eru á móti því að Hannes forstjóri komist beint í þá þjónustu sem hann vill því hann á nóg af peningum en að Gulli skólaliði þurfi að bíða í fleiri mánuði eftir sömu þjónustu því launin hans duga svo skammt. Málið er samt að eins og staðan er í dag þá er þetta kerfi sem við búum við. Ég get tekið mína nánustu sem dæmi. Yndislegi sonur minn, hæfileikaríki og fyndni fjörkálfurinn minn er í greiningarferli. Sjálfur er hann mjög sáttur við þá framvindu þar sem hann finnur að eirðarleysið truflar hann í skólanum og hann á oft erfitt með einbeitingu. Þetta er samt ekkert mál. Við erum meðvituð um þetta og reynum öll að vinna saman. Ég og kennarinn hans vorum þó sammála því að hann þyrfti að komast í greiningu og fá einhvers konar stuðning áður en þetta færi að hafa áhrif á hann, félagsleg eða námslega. Eftir að við höfðum báðar skilað inn pappírum þar sem við skrifuðum okkar mat á honum, vorum við boðaðar á fund með sálfræðingi frá félagsþjónustunni. Þar ræddum við elsku drenginn minn og hvað hann væri skemmtilegur og klár en að þetta ætti það til að vera honum fjötur um fót. Sálfræðingurinn brosti og sagði: ,,Eftir að hafa lesið gögnin og heyrt ykkur tala um hann þá þarf ég ekki að hitta hann.“ Ég svaraði: ,,Nú jæja, flott...“ En þá var hún fljót að bæta við: ,,...en auðvitað þarf ég þess samt.“ Sem ég vissi og skildi en það sem kom þar á eftir stakk mig. Þanngi er mál með vexti að snillingurinn minn er í 5. bekk og við kennarinn hans ákváðum að drífa í þessari vinnu til þess að þegar hann kæmist á unglingastig væri hann kominn með þann stuðning sem hann þyrfti. Á meðan þessum fundi stóð áttaði ég mig á því það væru hverfandi líkur á því að það myndi gerast. Hann þarf nefnilega að fara í forgreiningu fyrst. Hún er framkvæmd hjá félagsþjónustunni og það er um það bil 15 mánaða bið þar. Þegar sú greining er búin fer hann í greininguna sjálfa og þar er um það bil 12 mánaða bið. Ég spurði hvort það mætti bóka greininguna sjálfa á meðan væri beðið eftir forgreiningunni. Það má ekki. Annað ferlið verður að klárast áður en byrjað er á því næsta. Gott og vel. Þegar ég hváði yfir tímanum sem færi í bið útskýrði sálfræðingurinn þó fyrir mér að ég gæti farið í gegnum þetta með hann á skemmri tíma ef ég færi aðra leið og greiddi fyrir. Það væri þó kostnaðarsamt. Sálfræðingurinn sagði mér að sumir foreldrar færu í forgreiningu hjá félagsmálaþjónustunni og síðan í gegnum einkastofu. Þannig væri ferlið aðeins ódýrara. Þeir sem hefðu hvorki efni á að greiða fyrir greiningu að hluta eða öllu leiti neyddust hinsvegar til þess að bíða í þennan tíma. Það er því alveg á kristaltæru að þarna er þetta margrómaða elítukerfi. Það er við líði núna. Eins og staðan er í dag þá geta börn efnameiri foreldra fengið þá þjónustu sem þau þarfnast strax en þau sem eiga efnaminni foreldra mega bíða og reyna að aðlagast hverjum þeim vanda sem þau standa frammi fyrir á meðan. Þetta er ekki eina dæmið sem ég get gefið ykkur. Unglingsstúlka sem er náin mér tjáði móður sinni að hún væri að glíma við þunglyndi. Móðir hennar fór á Google og athugaði verðið á sálfræðiþjónustu fyrir börn á hennar aldri. Þegar henni mættu verð í kringum 18.000 krónur, hringdi hún í félagsþjónustuna því þarna var svo sannarlega ungmenni sem hún taldi næsta víst að kerfið þyrfti að grípa og halda vel utan um. Eftir samtal við félagsráðgjafa á þjónustumiðstöðinni þar sem móðirin lýsti áhyggjum sínum og vanda stúlkunnar var henni sagt að sálfræðingur væri ekki í boði þar. Hún gæti hins vegar pantað tíma fyrir hana hjá sálfræðingi á heilsugæslustöð. Ferlið til þess er að byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni. Hann svo vonandi vísar stúlkunni áfram til sálfræðings og upplýsir um áætlaðan biðtíma. Biðin á heilsugæslunni getur nefnilega verið töluverð. Þær vona samt ekki. Ef þessi móðir hefði efni á því þá hefði hún rokið til og bókað tíma hjá sálfræðingi á einkastofu um leið enda er fátt sem vekur hjá manni eins miklar áhyggjur og fréttir þess efnis að barnið manns sé að glíma við þunglyndi. Bæði þessi börn standa frammi fyrir því að kerfið sem við búum við í dag setur þau á biðlista. Biðlista sem þau væru ekki á ef foreldrarnir væru nógu efnaðir. Kerfið í dag er einmitt kerfið sem mínir nánustu vilja ekki búa við. Því finnst mér mikilvægt að flokkur eins og Viðreisn, sem boðar breytingar og sem boðar samvinnu kerfa almenningi til hagsbóta, nái flugi. Við þurfum kerfi sem vinna saman. Við þurfum lausnir og við þurfum þær núna en ekki argaþras sem tefur mikilvægar breytingar. Mér finnst mikilvægt að fólk húki ekki á biðlistum því það hefur ekki efni á því að borga sig fram fyrir. Mér finnst líka mikilvægt að fólk hafi val um hvar það sækir sína þjónustu. Mér finnst líka miklvægt að sérfræðingarnir okkar búi við atvinnufrelsi og geti unnið þar sem þeir vilja. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem vill vinna að frjálslyndi og jafnrétti, réttlátu samfélagi, efnahagslegu jafnvægi og alþjóðlegri samvinnu. Höfundur er foreldri barna á biðlista.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun