Viðar Örn: Bið Þórólf um að létta aðeins brúnina Gunnar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:15 Viðar Örn Hafsteinsson var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/ernir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vonar að áhorfendum verði senn hleypt inn á íþróttaleiki þannig að Egilsstaðabúar geti notið þess sem hann hefur lýst sem besta körfuboltaliði sem bærinn hefur átt. Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55