Þetta þarf ekki að vera svona flókið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 08:32 Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar