Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Íris Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 14:30 Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Eyjafjarðarsveit Meðferðarheimili Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun