Breiðablik byrjar á stórsigri á meðan Víkingur og KR gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 21:30 Blikar skoruðu fjögur mörk í kvöld. Vísir/Daniel Thor Lengjubikar karla fór af stað í kvöld þar sem tveir leikir í A-deild og tveir leikir í B-deild fóru fram. Breiðablik vann Leikni Reykjavík 4-0, Víkingur og KR gerðu 1-1 jafntefli, Þróttur Reykjavík vann 4-3 sigur á Fjölni og Afturelding lagði Víking Ólafsvík 3-0. Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki