Talsmaður Biden víkur í viku fyrir hótanir í garð blaðakonu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 08:13 Palmeri hugðist skrifa um samband Ducklo við blaðamann Axios. epa/Chris Kleponis Einn talsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna áreitni í garð blaðamanns. TJ Ducklo er sakaður um að hafa ógnað Töru Palmeri, blaðamanni Politico, þegar hann komst að því að hún væri að rannsaka samband Ducklo við annan blaðamann. Jen Pskai, fjölmiðlafulltrúi Biden, greindi frá því í gær að Ducklo, sem er aðstoðarmaður hennar, hefði beðið Palmeri afsökunar. Það var Vanity Fair sem greindi frá hótunum Ducklo í garð Pameri, sem er sagður hafa hringt í og sagst myndu „tortíma“ henni. Þá ku hann hafa látið falla lítilsvirðandi ummæli um blaðakonuna og sýnt af sér kvenfyrirlitningu. Ducklo var vikið frá störfum í viku án launa en margir hafa gagnrýnt að ekki hafi verið gripið til harðari aðgerða, ekki síst þar sem Biden hefur áður sagt að hann muni láta þá fjúka á staðnum sem gerast sekir um að tala illa um kollega sína. Jake Tapper, sjónvarpsmaður hjá CNN, velti því meðal annars upp á Twitter hvort sama ætti ekki að eiga við um þá starfsmenn stjórnarinnar sem koma illa fram við blaðamenn. Btw this isn’t just a violation of the Biden pledge, or his broader promise of decency. I’ve had verbal fights with press secretaries for more than 20 years and no one has ever spoken to me like this. It’s misogyny and emblematic of the double standard women reporters face. https://t.co/Zy0V3nHDdo— Jake Tapper (@jaketapper) February 12, 2021 Bandaríkin Joe Biden Fjölmiðlar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Jen Pskai, fjölmiðlafulltrúi Biden, greindi frá því í gær að Ducklo, sem er aðstoðarmaður hennar, hefði beðið Palmeri afsökunar. Það var Vanity Fair sem greindi frá hótunum Ducklo í garð Pameri, sem er sagður hafa hringt í og sagst myndu „tortíma“ henni. Þá ku hann hafa látið falla lítilsvirðandi ummæli um blaðakonuna og sýnt af sér kvenfyrirlitningu. Ducklo var vikið frá störfum í viku án launa en margir hafa gagnrýnt að ekki hafi verið gripið til harðari aðgerða, ekki síst þar sem Biden hefur áður sagt að hann muni láta þá fjúka á staðnum sem gerast sekir um að tala illa um kollega sína. Jake Tapper, sjónvarpsmaður hjá CNN, velti því meðal annars upp á Twitter hvort sama ætti ekki að eiga við um þá starfsmenn stjórnarinnar sem koma illa fram við blaðamenn. Btw this isn’t just a violation of the Biden pledge, or his broader promise of decency. I’ve had verbal fights with press secretaries for more than 20 years and no one has ever spoken to me like this. It’s misogyny and emblematic of the double standard women reporters face. https://t.co/Zy0V3nHDdo— Jake Tapper (@jaketapper) February 12, 2021
Bandaríkin Joe Biden Fjölmiðlar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira