Enski boltinn

Dóttir Ancelotti var heima er brotist var inn hjá stjóra Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ancelotti fékk ekki góðar fréttir í gær.
Ancelotti fékk ekki góðar fréttir í gær. Tony McArdle/Getty

Brotist var inn hjá Carlo Ancelotti, stjóra Everton, í gærkvöldi. Tveir grímuklæddir brutust inn og höfðu á brott með sér peningaskáp.

Samkvæmt lögreglunni í Merseyside barst tilkynning um tvo vopnaða menn klukkan 18.30, að enskum tíma, í gærkvöldi. Þeir höfðu farið inn á heimili í bænum Crosby.

Í tilkynningu lögreglu er nafn Ancelottis ekki getið en Sky Sports hefur því eftir heimildum sínum að um heimili ítalska stjórans er að ræða.

Aðrir enskir fjölmiðlar greina frá því að dóttir Ancelottis hafi verið heima er innbrotið átti sér stað en Everton hefur ekki tjáð sig um innbrotið.

Everton mætir Fulham annað kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa ekki tapað í síðustu fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×