Enski boltinn

Hætta að krjúpa því það skilar engum árangri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pontus Jansson er fyrirliði Brentford sem hættir nú að krjúpa fyrir leiki.
Pontus Jansson er fyrirliði Brentford sem hættir nú að krjúpa fyrir leiki. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images

Enska B-deildarliðið Brentford hefur ákveðið að hætta að krjúpa fyrir leiki liðsins í ensku B-deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í gærkvöldi en liðið er í öðru sæti B-deildarinnar.

Síðan í sumar hafa ensk félög farið á hnéð fyrir leiki í baráttunni gegn kynþáttafordómum en nú verður það ekki oftar uppi á teningnum hjá Brentford.

„Við tökum þessa ákvörðun eftir langa íhugun sem leikmannahópur. Við höfum gert þetta síðan í júní en eins og margir aðrir leikmenn í öðrum félögum höldum við að þetta skili ekki tilætluðum árangri,“ sagði í tilkynningunni.

„Við höldum að við getum beitt tíma okkar og kröftum meira á öðruvísi hátt í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum stoltir af því að Brentford verði fremstir í baráttunni gegn jafnrétti undir herferðinni #BeeTogether.“

Brentford er eins og áður segir í öðru sæti ensku B-deildarinnar. Þeir fóru í umspilið á síðustu leiktíð en náðu ekki að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu. Nú er hins vegar staðan góð hjá Thomas Frank og lærisveinum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×