Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 22:39 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi Donald Trump fyrrverandi forseta harðlega í kvöld. Vísir/AP Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
McConnell gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega, eftir að öldungadeildin sýknaði hann af ákæru um embættisbrot, og sagði hann meðal annars ekki hafa sinnt starfi sínu til að stöðva ofbeldið 6. janúar. „Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell í kvöld. Hann sagði að sögusagnirnar um meint kosningasvindl Demókrata í forsetakosningunum í nóvember hafa verið fáránlegar, en hann varði hins vegar rétt Trumps til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Telur ekki hægt að sakfella fyrrverandi embættismenn Þá sagði McConnell að ef Trump sæti enn sem forseti hefði hann íhugað það vandlega hvort saksóknarar í málinu hefðu fært rökfastar sannanir fyrir máli sínu. „En eftir mikla íhugun tel ég að stjórnarskráin skýri vandlega hverja er hægt að ákæra fyrir embættisbrot, rétta yfir og sakfella. Það er forsetinn, það er varaforsetinn og embættismenn. Við höfum engin völd til þess að sakfella fyrrverandi embættismenn sem nú eru almennir borgarar,“ sagði McConnell. „Donald Trump er ekki forseti lengur. Annað er að í lögum stendur að þeir sem dæmdir eru fyrir embættisbrot skuli láta af embætti sínu,“ sagði hann og lagði áherslu á það síðasta. Fyrirgefa ekki gjörðir forsetans Hann sagði þó ekki loku fyrir það skotið að Trump verði dreginn fyrir almennan dómstól. „Trump forseti er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á meðan hann var í embætti, sem almennur borgari, þar til glæpurinn fyrnist. Hann er enn ábyrgur fyrir öllu sem hann gerði á embættistíð sinni. Hann hefur enn ekki komist upp með neitt. Við höfum réttarkerfi í þessu landi. Og fyrrverandi forsetar eru ekki ónæmir fyrir því að vera gerðir ábyrgir gjörða sinna,“ sagði McConnell. Þá sagði hann niðurstöðu öldungadeildar ekki vera það sama og að fyrirgefa gjörðir forsetans fyrir árásina 6. janúar. „Það sýnir bara að öldungadeildarþingmennirnir gerðu það sem fyrrverandi forsetinn gerði ekki. Við forgangsröðuðum okkar stjórnarskrárbundnu skyldum,“ sagði hann.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51