Sigling Chelsea undir stjórn Tuchel heldur áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2021 21:54 Það er létt yfir þeim bláklæddu í Lundúnum. Adrian Dennis/Getty Chelsea er á góðri siglingu undir stjórn Thomas Tuchel. Liðið vann í kvöld 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli og á enn eftir að tapa leik undir stjórn þess þýska. Oliver Giroud kom inn á sem varamaður á tuttugustu mínútu og ellefu mínútum síðar var hann búinn að skora. Eftir fyrirgjöf Timo Werner féll boltinn fyrir Frakkann sem skoraði. Werner tvöfaldaði forystuna á 38. mínútu. Markaþurrð hans á enda. Eftir skalla Giroud féll boltann fyrir þann þýska sem kom boltanum í netið. Timo Werner has now been directly involved in 10 Premier League goals this season. ◉ 5 goals◉ 5 assists Relieved to be on the scoresheet once more. pic.twitter.com/er3bksA4K7— Squawka Football (@Squawka) February 15, 2021 Werner hafði ekki skorað í nákvæmlega eitt þúsund mínútur eða síðan hann skoraði gegn Sheffield United í nóvember. 31 skottilraunir en ekkert mark. Stíflan brást í kvöld. Staðan var 2-0 í hálfleik en ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og fimmti sigur Chelsea í röð í öllum keppnum. Chelsea er komið í fjórða sætið, með 42 stig. Newcastle er í sautjánda sætinu, sjö stigum frá fallsæti. 1 - Chelsea have conceded just one goal in their five Premier League games under Thomas Tuchel – the joint-lowest number of goals conceded across a manager's first five games in the competition (along with José Mourinho at Chelsea & Peter Taylor at Leicester). Organised. #CHENEW pic.twitter.com/CUHFjkdXNt— OptaJoe (@OptaJoe) February 15, 2021 Enski boltinn
Chelsea er á góðri siglingu undir stjórn Thomas Tuchel. Liðið vann í kvöld 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli og á enn eftir að tapa leik undir stjórn þess þýska. Oliver Giroud kom inn á sem varamaður á tuttugustu mínútu og ellefu mínútum síðar var hann búinn að skora. Eftir fyrirgjöf Timo Werner féll boltinn fyrir Frakkann sem skoraði. Werner tvöfaldaði forystuna á 38. mínútu. Markaþurrð hans á enda. Eftir skalla Giroud féll boltann fyrir þann þýska sem kom boltanum í netið. Timo Werner has now been directly involved in 10 Premier League goals this season. ◉ 5 goals◉ 5 assists Relieved to be on the scoresheet once more. pic.twitter.com/er3bksA4K7— Squawka Football (@Squawka) February 15, 2021 Werner hafði ekki skorað í nákvæmlega eitt þúsund mínútur eða síðan hann skoraði gegn Sheffield United í nóvember. 31 skottilraunir en ekkert mark. Stíflan brást í kvöld. Staðan var 2-0 í hálfleik en ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og fimmti sigur Chelsea í röð í öllum keppnum. Chelsea er komið í fjórða sætið, með 42 stig. Newcastle er í sautjánda sætinu, sjö stigum frá fallsæti. 1 - Chelsea have conceded just one goal in their five Premier League games under Thomas Tuchel – the joint-lowest number of goals conceded across a manager's first five games in the competition (along with José Mourinho at Chelsea & Peter Taylor at Leicester). Organised. #CHENEW pic.twitter.com/CUHFjkdXNt— OptaJoe (@OptaJoe) February 15, 2021