Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. febrúar 2021 11:25 Svandís Svavarsdóttir, heilbrgiðisráðherra, sést hér ræða við fréttamenn fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í dag. PCR-prófið sem farþegar framvísa á brottfararstað má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Á vef embættis landlæknis þar sem finna má ýmsar spurningar og svör um kórónuveiruna segir eftirfarandi um PCR-próf og hvernig það er framkvæmt hér á landi: Próf til að greina SARS-CoV-2 kórónuveiru er svokallað RT-PCR próf sem er gert á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Læknir metur hvort taka skuli sýni vegna einkenna og framkvæmir sýnatöku. Þetta próf er einnig notað við sýnatöku ferðamanna við komu til landsins og seinni sýnatöku 5 dögum síðar. Prófið leitar að erfðaefni veirunnar og ef það finnst telst prófið jákvætt (en annars neikvætt). Niðurstöður fást á nokkrum klst. eða næsta dag. Þessi breyting á aðgerðum á landamærunum gildir fyrir alla, líka Íslendinga sem koma hingað til lands, og gilda þessar reglur til 30. apríl að óbreyttu. Þá verður áfram krafa um að þeir sem komi hingað til lands fari í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Auk breytingarinnar sem snýr að neikvæða PCR-prófinu og kröfu um slíkt próf verður samkvæmt reglugerðinni farið í að laga ýmis framkvæmdaratriði á landamærunum. Spurð út í hvort einhverjar breytingar verði gerðar varðandi farsóttarhúsin og heimildir til að senda fólk þangað sagði Svandís svo vera. „Og það, að það séu víðtækari heimildir til þess að beita því að fara í farsóttarhús, bæði ef það kemur til þess að viðkomandi getur ekki gefið upp skýran íverustað við sóttkví. Líka ef það kemur í ljós að viðkomandi er með eitthvert af þessum hættulegri afbrigðum af veirunni, að þá verði hægt að beita sóttvarnarhúsi líka. Þannig að þetta eru bara þær breytingar sem við getum gert á grundvelli nýrra laga,“ sagði Svandís en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um breytinguna: Öllum sem koma til landsins frá og með 19. febrúar næstkomandi verður skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar kröfu um tvöfalda skimun. Frá sama tíma verður þeim sem greinast með COVID-19 við skimun á landamærum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í dag og er hún í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra leggur hann einnig til að horfið verði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum á landamærum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Heilbrigðisráðherra fellst ekki á þessa tillögu sóttvarnalæknis að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um framvísun bólusetningarvottorða á landamærum og kröfur sem gerðar eru til þeirra svo gild teljist tók gildi 15. janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa 57 einstaklingar framvísað bólusetningarvottorðum og af þeim vottorðum hefur 9 verið hafnað. Hertar aðgerðir forsenda tilslakana innanlands Ráðherra tekur undir með sóttvarnalækni að staða faraldursins innanlands gefi tilefni til að slaka frekar á takmörkunum innanlands. Það býður hins vegar þeirri hættu heim að ef smit leka frá landamærum gæti ný bylgja faraldursins farið hratt af stað ef litlar takmarkanir verða á samkomum fólks innanlands. Það er því mat ráðuneytisins að rétt sé að bregðast við tillögum sóttvarnalæknis og grípa til tiltekinna ráðstafana á landamærum til viðbótar þeim sem eru nú þegar í gildi til að draga eins og unnt er úr hættunni á því að smit berist gegnum landamærin og inn í samfélagið. Nánar um hertar aðgerðir á landamærum Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í dag. PCR-prófið sem farþegar framvísa á brottfararstað má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Á vef embættis landlæknis þar sem finna má ýmsar spurningar og svör um kórónuveiruna segir eftirfarandi um PCR-próf og hvernig það er framkvæmt hér á landi: Próf til að greina SARS-CoV-2 kórónuveiru er svokallað RT-PCR próf sem er gert á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Læknir metur hvort taka skuli sýni vegna einkenna og framkvæmir sýnatöku. Þetta próf er einnig notað við sýnatöku ferðamanna við komu til landsins og seinni sýnatöku 5 dögum síðar. Prófið leitar að erfðaefni veirunnar og ef það finnst telst prófið jákvætt (en annars neikvætt). Niðurstöður fást á nokkrum klst. eða næsta dag. Þessi breyting á aðgerðum á landamærunum gildir fyrir alla, líka Íslendinga sem koma hingað til lands, og gilda þessar reglur til 30. apríl að óbreyttu. Þá verður áfram krafa um að þeir sem komi hingað til lands fari í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Auk breytingarinnar sem snýr að neikvæða PCR-prófinu og kröfu um slíkt próf verður samkvæmt reglugerðinni farið í að laga ýmis framkvæmdaratriði á landamærunum. Spurð út í hvort einhverjar breytingar verði gerðar varðandi farsóttarhúsin og heimildir til að senda fólk þangað sagði Svandís svo vera. „Og það, að það séu víðtækari heimildir til þess að beita því að fara í farsóttarhús, bæði ef það kemur til þess að viðkomandi getur ekki gefið upp skýran íverustað við sóttkví. Líka ef það kemur í ljós að viðkomandi er með eitthvert af þessum hættulegri afbrigðum af veirunni, að þá verði hægt að beita sóttvarnarhúsi líka. Þannig að þetta eru bara þær breytingar sem við getum gert á grundvelli nýrra laga,“ sagði Svandís en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins um breytinguna: Öllum sem koma til landsins frá og með 19. febrúar næstkomandi verður skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar kröfu um tvöfalda skimun. Frá sama tíma verður þeim sem greinast með COVID-19 við skimun á landamærum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í dag og er hún í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra leggur hann einnig til að horfið verði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum á landamærum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn COVID-19. Heilbrigðisráðherra fellst ekki á þessa tillögu sóttvarnalæknis að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um framvísun bólusetningarvottorða á landamærum og kröfur sem gerðar eru til þeirra svo gild teljist tók gildi 15. janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa 57 einstaklingar framvísað bólusetningarvottorðum og af þeim vottorðum hefur 9 verið hafnað. Hertar aðgerðir forsenda tilslakana innanlands Ráðherra tekur undir með sóttvarnalækni að staða faraldursins innanlands gefi tilefni til að slaka frekar á takmörkunum innanlands. Það býður hins vegar þeirri hættu heim að ef smit leka frá landamærum gæti ný bylgja faraldursins farið hratt af stað ef litlar takmarkanir verða á samkomum fólks innanlands. Það er því mat ráðuneytisins að rétt sé að bregðast við tillögum sóttvarnalæknis og grípa til tiltekinna ráðstafana á landamærum til viðbótar þeim sem eru nú þegar í gildi til að draga eins og unnt er úr hættunni á því að smit berist gegnum landamærin og inn í samfélagið. Nánar um hertar aðgerðir á landamærum Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Fréttin hefur verið uppfærð.
Próf til að greina SARS-CoV-2 kórónuveiru er svokallað RT-PCR próf sem er gert á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Læknir metur hvort taka skuli sýni vegna einkenna og framkvæmir sýnatöku. Þetta próf er einnig notað við sýnatöku ferðamanna við komu til landsins og seinni sýnatöku 5 dögum síðar. Prófið leitar að erfðaefni veirunnar og ef það finnst telst prófið jákvætt (en annars neikvætt). Niðurstöður fást á nokkrum klst. eða næsta dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira